Orð og tunga - 08.07.2019, Page 20
8 Orð og tunga
um orðin af skornum skammti. Þurfti því stöðugt að endurmeta orða-
forðann eftir því sem verkinu vatt fram. Sum orðin voru talin óþörf
og var sleppt en öðrum orðum var bætt við. Af upphaflega orða-
bókarstofninum hafa 7.900 orð verið fjarlægð en álíka mörg hafa bæst
við í staðinn. Það jafngildir um 16% heildarorðaforðans.
Nýi orðaforðinn hefur komið inn í orðabókina aðallega eftir tveimur
leiðum: 1) úr umhverfinu og daglegri umræðu, og 2) með orðtöku í
þeim tilfellum þar sem vitað var um talsverðar eyður í orðaforðanum,
t.d. í greinum eins og jarðfræði og læknisfræði. Enn fremur þurfti að
þétta orðaforðann í landaheitum, þjóðarheitum, skólafögum og á
fleiri sviðum. Meira verður fjallað um val orðaforðans í tengslum við
almenna ritstjórnarstefnu orðabókarinnar í kafla 4.
3.1.2 Beygingar
Beygingar uppflettiorða eru gefnar með tenglum í Beygingarlýsingu
íslensks nútímamáls (BÍN), sem er gagnagrunnur með beygingum
285.000 íslenskra orða. Þetta fyrirkomulag kemur í stað hinnar hefð-
bundnu leiðar í prentuðum orðabókum sem er sú að sýna beyg-
ing arendingar eða beygingarflokk fyrir aftan uppflettiorðin. Þegar
smellt er á tengilinn „beyging“ opnast beygingardæmi viðkomandi
orðs í heild sinni. Tenglar eru við öll beygjanleg uppflettiorð: nafnorð,
lýsingarorð, sagnir og fornöfn, þ.e. öll orðin í orðabókinni nema
smáorð eins og forsetningar, samtengingar og upphrópanir.
Fyrir utan þetta er hægt að sjá ákveðnar orðmyndir allra sagna og
lýsingarorða með því að renna mús yfir lítið tákn með bókstafnum „i“
hægra megin við uppflettiorðið. Mynd 1 sýnir beygingu sagnorðsins
spyrja en í undirbúningi er að sýna kennimyndir nafnorða á sama hátt.
Mynd 1. Vinstra megin er sögnin spyrja. Hægra megin er búið að renna mús yfir
i-táknið við hlið flettunnar og birtast þá valdar orðmyndir sagnarinnar.
Orðaleitin í notendaviðmóti orðabókarinnar er jafnframt tengd við
gagnagrunn BÍN þannig að ekki þarf að slá inn grunnmynd orðsins.
Þetta er mikilvægt fyrir notendur og nýtist t.d. sérstaklega vel nem-
endum sem læra íslensku sem annað mál sem og þeim sem ekki eru
vel að sér í málfræði.
tunga_21.indb 8 19.6.2019 16:55:48