Orð og tunga - 08.07.2019, Page 32
20 Orð og tunga
málnotkun, en engu að síður bregður þeim fyrir og er því mikilvægt
að þau séu finnanleg í orðabókum.
4.6 Notkun og uppfærslur
4.6.1 Notkun orðabókarinnar
Íslensk nútímamálsorðabók hefur sína eigin vefsíðu (islenskordabok.is),
og hún er jafnframt eitt af þeim gagnasöfnum sem liggja að baki síð-
unni málið.is. Sá vefur var opnaður haustið 2016 og var orða bók in
tekin í notkun við sama tækifæri, þótt hún væri ekki fullgerð. Vef-
gátt inni er ætlað að fræða og leiðbeina um íslenskt mál öllum þeim
sem þurfa á því að halda (sjá meira um það hjá Steinþóri Stein-
grímssyni, Ara Páli Kristinssyni og Halldóru Jónsdóttur 2018), og
hafa notendur tekið vel þessu nýja hjálpartæki. Margir af notendum
nútímamálsorðabókarinnar hafa uppgötvað hana með því að fara
inn á málið.is. Á þeim tíma sem Íslensk nútímamálsorðabók hefur verið
aðgengileg hefur notendum hennar fjölgað jafnt og þétt, og voru þeir
tæplega 130.000 árið 2018 samkvæmt talningu. Notendur eiga þess
kost að koma með spurningar og athugasemdir um orðabókina í
sérstökum reit á heimasíðunni, og hafa sumar þeirra leitt til viðbóta
og leiðréttinga á efninu.
4.6.2 Uppfærslur og framhald
Eftir að veforðabækur urðu allsráðandi form orðabóka upp úr alda-
mótunum 2000 hefur dregið mjög úr áhuga bókaforlaga á að gefa út
prentaðar orðabækur, enda hefur sala þeirra dregist verulega saman.
Veforðabækur hafa nánast tekið völdin og margar þeirra hafa ókeypis
aðgang. En ef orðabók um nútímamálið á vera gott hjálpargagn og
raunsönn heimild um tungumál samtímans þarf að vera vilji og
fjármagn fyrir hendi til að viðhalda verkinu því að uppfærslur kosta
mikla vinnu. Þróun og viðhald orðabóka á rafrænu formi er að
sjálfsögðu talsvert einfaldara mál heldur en þegar gefin er út prentuð
bók. Það táknar þó ekki að slíkt gerist nánast af sjálfu sér, þar sem
beytingar á efninu útheimta að virk ritstjórn starfi við orðabókina
sem annast lagfæringar og viðbætur.
Í upphafi var ætlunin að halda stærð Íslenskrar nútímamálsorðabókar
í kringum 50.000 orð en hugmyndir eru nú uppi um stækkun hennar
til að koma betur til móts við þarfir notenda. Ekki er enn vitað hver
tunga_21.indb 20 19.6.2019 16:55:50