Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 41
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 29
og þolfallsmyndin Þórarin eru því eins í framburði nú. Útbreiðsla
þessarar stytt ingar virðist hafa tekið langan tíma. Hún hófst á 14. öld
en henni var enn ekki að fullu lokið um 1700 (Jón Helgason 1970:356).
Í beygingunni koma fram tveir stofnar. Í nefnifalli, þolfalli og eign-
arfalli er þríkvæður stofn, Þórarin-, en í þágufalli er stofninn tvíkvæður,
Þórarn-. Þar gildir sú regla að síðasta sérhljóð stofnsins fellur brott á
undan beygingarendingu sem er sérhljóð eða hefst á sérhljóði. Þessi
regla gildir í fl estum karlkynsnafnorðum sem enda í nefnifalli á -inn,
-ann, -unn, -ill, -all, -ull eða stofnlægu -ur (drott inn, aft ann, jötunn, lykill,
kaðall, djöfull, akur) og nokkrum sem enda á -ar (hamar, humar). Orð
sem hafa sambærilegar nefnifallsmyndir en fylgja þó ekki ofangreindu
mynstri eru m.a. nafnið Reginn (þgf. Regin-Ø), urmull (þgf. urmul-Ø),
nafnið Auðun(n) (þgf. Auðuni, en -un er upphafl ega viðliður í þessu
nafni og breytist ekki), nöfn sem enda á stofnlægu -ur og -ar (Össur,
þgf. Össuri, Gunnar, þgf. Gunnari, en -ur og -ar eru upphafl ega viðliðir
í þessum nöfnum og breytast ekki) og allmörg tökuorð sem eru
endingarlaus í þágufalli (kórall, kanill, pipar, kopar).
Nýjungarnar fj órar, Þórarin, Þórarini, Þórarinum og Þórarininum,
eiga það allar sameiginlegt að ekkert brott fall verður, allar myndirnar
hafa að geyma strenginn Þórarin.
Sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvort hin forna þágufallsmynd,
Þórarni, hafi haft einhvern „ágalla“, t.d. hvort hún hafi stungið í stúf
við það sem vanalegt var í íslensku beygingakerfi . Þarna er eins og
áður segir sérhljóðsbrott fall í stofni; stofninn í þágufalli er Þórarn-
en annars staðar í beygingunni er lengri stofn, Þórarin-. Að hafa tvo
stofna í beygingu er almennt séð fl óknara en að hafa aðeins einn.
Breyting sem miðar að því að fækka stofnbrigðum þarf því í sjálfu sér
ekki að koma á óvart. En það er þó ekki hægt að segja að mismunandi
stofnar brjóti í bága við það sem gengur og gerist í málinu sjálfu.
Sérhljóðsbrott fall í áþekkum nafnorðum er regla frekar en hitt , sbr.
lykil-l – lykl-i, hamar – hamr-i, Héðin-n – Héðn-i. Undantekningar eru
reyndar ýmsar, t.d. í þágufalli orðanna Reginn, Auðun(n), urmull og
kopar sem getið var að ofan, og frávik á borð við hamari/Hamari og
Héðini koma vissulega stöku sinnum fyrir í nútímamáli. En brott -
fallsreglan virðist þó stöðug í málinu og brott fall er ekkert sem stríðir
gegn kerfi nu.2
2 Ekki er hlaupið að því að leggja mat á hvað er einfalt og hvað fl ókið í tungumálum.
Atriði sem eru almennt talin fl ókin (s.s. sambeyging og ógagnsæi) þurfa ekki að
vera það í tilteknu tungumáli; það ræðst af aðstæðum í málinu sjálfu, sbr. umræðu
hjá Katrínu Axelsdótt ur (2014:592–594) og rit sem þar er vísað til.
tunga_21.indb 29 19.6.2019 16:55:52