Orð og tunga - 08.07.2019, Page 42
30 Orð og tunga
Því má samt velta fyrir sér hvort tengslin milli Þórarin- og Þórarn-
hafi verið ógreinilegri en önnur áþekk tengsl, s.s. milli lykil- og
lykl-, og stofninn Þórarn- hafi þannig átt undir högg að sækja. Á 14.
öld kom fram hljóðbreyting sem fólst í því að tannhljóðinu [t] var
skotið inn í klasann rn, í orðmyndum eins og barn, smábarn, arni,
Þórarni.3 Í sumum þessara orðmynda er algengt að menn felli niður
[r], barn er þannig iðulega borið fram [patn̥], einnig í samsetningum
eins og smábarn. Þett a gerist þó ekki í öllum orðmyndum með rn-
klasa. Það virðist t.d. miklu síður gerast í þágufallsmyndinni arni
(og samsetningum eins og gasarni).4 En r-brott fall á sér stað í máli
margra þegar kemur að myndinni Þórarni. Í máli þeirra er því talsvert
mikill hljóðfræðilegur munur á stofni þágufalls, [þou:ratn], og stofni
annarra falla, [þou:rarɪn]. Þett a kann að hafa gert tengsl stofnanna
tveggja ógagnsærri og stöðu stofnsins Þórarn- veikari; mönnum hefur
e.t.v. þótt þágufallsmyndin sem þeir heyrðu torkennileg og fundist
aðrar og nýjar leiðir eðlilegri. Hér er þó rétt að taka fram að ekkert er
vitað um hvað það á sér langa sögu að fella niður r í myndinni Þórarni,
sú tilhneiging gæti verið yngri en elstu dæmi um óhefðbundnar
þágufallsmyndir nafnsins Þórarinn. Ekkert mælir samt gegn því að
slíkur framburður myndarinnar Þórarni sé gamall; öfugi rithátt urinn
Orný fyrir Oddný er frá fyrri hluta 14. aldar en þessi rithátt ur virðist
benda til r-lauss framburðar rn-klasa (sjá t.d. Kristján Árnason
2005:354).
Enn eitt framburðarafb rigði myndarinnar Þórarni kann að hafa ver-
ið til. Í svokölluðum n-framburði, sem þekkist í nútímamáli, er hvorki
innskotstannhljóðið né r-ið borið fram í myndum eins og strákarnir
og sögurnar: [strau:kanɪr], [sö:ɣʏnar]. Í mállýskurannsókn Björns Guð-
fi nnssonar frá 5. áratug 20. aldar varð framburðarins helst vart suð-
vestanlands, á samfelldu svæði frá Rangárvallasýslu til Mýra sýslu
3 Sjá t.d. Kristján Árnason (2005:355–356). Hann hallast að því að þarna hafi verið
um að ræða tannhljóðsinnskot í rn-klasa en ekki að rn hafi orðið beint að [tn] sem
er önnur hugsanleg skýring; r-hljóðið sem heyrist oft í nútímamáli í orðum með
rn-klasa þyrft i þá skv. Kristjáni að skýra með vísan til lestrarframburðar og það
þykir honum langsótt . Hér er farið að dæmi Kristjáns og talað um innskot í rn-
klasa og að r geti svo verið fellt brott .
4 Þetta er í samræmi við niðurstöður Önnu Helgu Hannesdóttur (1992) en hún lagði
fyrir tólf þátt takendur alllangan lista orða með rn- og rl-klasa. Á listanum voru
m.a. orðmyndirnar barn, barnabörn og arninum. Allir þátt takendurnir samþykktu
r-lausan framburð myndanna barn og barnabörn en aðeins einn þeirra samþykkti
r-lausan framburð myndarinnar arninum.
tunga_21.indb 30 19.6.2019 16:55:52