Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 42

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 42
30 Orð og tunga Því má samt velta fyrir sér hvort tengslin milli Þórarin- og Þórarn- hafi verið ógreinilegri en önnur áþekk tengsl, s.s. milli lykil- og lykl-, og stofninn Þórarn- hafi þannig átt undir högg að sækja. Á 14. öld kom fram hljóðbreyting sem fólst í því að tannhljóðinu [t] var skotið inn í klasann rn, í orðmyndum eins og barn, smábarn, arni, Þórarni.3 Í sumum þessara orðmynda er algengt að menn felli niður [r], barn er þannig iðulega borið fram [patn̥], einnig í samsetningum eins og smábarn. Þett a gerist þó ekki í öllum orðmyndum með rn- klasa. Það virðist t.d. miklu síður gerast í þágufallsmyndinni arni (og samsetningum eins og gasarni).4 En r-brott fall á sér stað í máli margra þegar kemur að myndinni Þórarni. Í máli þeirra er því talsvert mikill hljóðfræðilegur munur á stofni þágufalls, [þou:ratn], og stofni annarra falla, [þou:rarɪn]. Þett a kann að hafa gert tengsl stofnanna tveggja ógagnsærri og stöðu stofnsins Þórarn- veikari; mönnum hefur e.t.v. þótt þágufallsmyndin sem þeir heyrðu torkennileg og fundist aðrar og nýjar leiðir eðlilegri. Hér er þó rétt að taka fram að ekkert er vitað um hvað það á sér langa sögu að fella niður r í myndinni Þórarni, sú tilhneiging gæti verið yngri en elstu dæmi um óhefðbundnar þágufallsmyndir nafnsins Þórarinn. Ekkert mælir samt gegn því að slíkur framburður myndarinnar Þórarni sé gamall; öfugi rithátt urinn Orný fyrir Oddný er frá fyrri hluta 14. aldar en þessi rithátt ur virðist benda til r-lauss framburðar rn-klasa (sjá t.d. Kristján Árnason 2005:354). Enn eitt framburðarafb rigði myndarinnar Þórarni kann að hafa ver- ið til. Í svokölluðum n-framburði, sem þekkist í nútímamáli, er hvorki innskotstannhljóðið né r-ið borið fram í myndum eins og strákarnir og sögurnar: [strau:kanɪr], [sö:ɣʏnar]. Í mállýskurannsókn Björns Guð- fi nnssonar frá 5. áratug 20. aldar varð framburðarins helst vart suð- vestanlands, á samfelldu svæði frá Rangárvallasýslu til Mýra sýslu 3 Sjá t.d. Kristján Árnason (2005:355–356). Hann hallast að því að þarna hafi verið um að ræða tannhljóðsinnskot í rn-klasa en ekki að rn hafi orðið beint að [tn] sem er önnur hugsanleg skýring; r-hljóðið sem heyrist oft í nútímamáli í orðum með rn-klasa þyrft i þá skv. Kristjáni að skýra með vísan til lestrarframburðar og það þykir honum langsótt . Hér er farið að dæmi Kristjáns og talað um innskot í rn- klasa og að r geti svo verið fellt brott . 4 Þetta er í samræmi við niðurstöður Önnu Helgu Hannesdóttur (1992) en hún lagði fyrir tólf þátt takendur alllangan lista orða með rn- og rl-klasa. Á listanum voru m.a. orðmyndirnar barn, barnabörn og arninum. Allir þátt takendurnir samþykktu r-lausan framburð myndanna barn og barnabörn en aðeins einn þeirra samþykkti r-lausan framburð myndarinnar arninum. tunga_21.indb 30 19.6.2019 16:55:52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.