Orð og tunga - 08.07.2019, Page 45

Orð og tunga - 08.07.2019, Page 45
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 33 Sigurð Jónsson frá Arnarvatni 1991:295). En þótt fræðimenn telji -inn ekki til viðliða á borð við -ólfur, -björn og -steinn er ekki þar með sagt að -inn hafi aldrei haft slíka stöðu í huga nokkurs manns. Vissulega hefur -inn enga greinanlega merkingu eins og viðliðir hafa þó gjarna (-björn, -steinn). En sumir viðliðir hafa enga greinanlega merkingu. -ar í nöfnum á borð við Gunnar og -un(n) í Auðun(n) eru viðliðir, eða voru það a.m.k. upphafl ega, þett a voru samsett nöfn með forlið og viðlið. Nú hafa þessir viðliðir enga skýra merkingu. Beygingarlega hegða þessi nöfn sér þó eins og samsett nöfn. Kannski hafði -inn í Héðinn, Kristinn og Þráinn svipaða stöðu og -ar og -un(n) í huga manna, þ.e. viðliður með óræða merkingu. Þá má gera ráð fyrir því að þeir hafi verið til sem túlkuðu nafnið Þórarinn ekki sem Þór-arinn heldur sem Þórar-inn, rétt eins og Héð-inn, Krist-inn og Þrá-inn. Hafi menn túlkað Þórarinn sem Þórar-inn er hugmyndin um óþægilegan samhljóm kannski skiljanlegri. Nefnifall og þolfall hafa menn þá greint sem Þórar-in(n) og eignarfall sem Þórar-ins. En þágufallsmyndina Þórarni hafa menn væntanlega túlkað sem Þór-arni. Líkindi við samnafnið arinn hafa þá aðeins verið greinileg í þágufalli. Og um leið er einmitt þarna möguleiki á óþægilegum samhljómi. Þórarinn var fyrir fáum árum í 78. sæti á lista algengustu karl- mannsnafna (Katrín Axelsdótt ir 2018:21). Áður hefur það verið enn vinsælla, samkvæmt manntalinu 1703 var það í 31. sæti (sbr. Ólaf Lárusson 1960). Búast hefði mátt við að þessi tiltölulega háa tíðni hefði haft verndandi áhrif; alþekkt er að það sem er algengt hefur alla jafna meira viðnám gagnvart áhrifsbreytingum en það sem er sjaldgæft . Það er reyndar líklegt að hin tiltölulega háa tíðni hafi hamlað breytingum. Ekki má gleyma því að hin hefðbundna mynd, Þórarni, hefur haldið velli og staða hennar virðist býsna sterk þrátt fyrir ný tilbrigði í þágufallinu. En þessi staða hefði kannski verið betri ef fl eiri nöfn með viðliðnum -arinn tíðkuðust. Tvö önnur nöfn hafa þennan viðlið, Álfarinn og Úlfarinn. Þau eru varla vel þekkt og hvorugt þeirra er notað lengur.9 Nafnið Þórarinn er því sér á báti. Staða þess er því e.t.v. önnur en nafna með nokkuð tíðum viðlið.10 9 Nöfnin Álfarinn og Úlfarinn eru nefnd hjá Hermanni Pálssyni (1960:28) en ekki hjá Guðrúnu Kvaran og Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni (1991). Samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2015 bar þau enginn (Hagstofa Íslands). 10 Hér má minnast á nöfn með viðliðnum -kell. Í þágufalli nafna með viðliðnum -kell kemur stundum fyrir tilbrigðið -katli (við hlið -keli). Ekki er ólíklegt að hið eldra (og óreglulegra) tilbrigði -katli hafi notið stuðnings af því hve mörg nöfn með viðliðnum -kell eru til (s.s. Þorkell, Hrafnkell, Áskell, Grímkell, Hallkell), en ekkert þessara nafna er í hópi 100 algengustu nafna og sum eru nú mjög sjaldgæf. tunga_21.indb 33 19.6.2019 16:55:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.