Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 45
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 33
Sigurð Jónsson frá Arnarvatni 1991:295). En þótt fræðimenn telji -inn
ekki til viðliða á borð við -ólfur, -björn og -steinn er ekki þar með sagt
að -inn hafi aldrei haft slíka stöðu í huga nokkurs manns. Vissulega
hefur -inn enga greinanlega merkingu eins og viðliðir hafa þó gjarna
(-björn, -steinn). En sumir viðliðir hafa enga greinanlega merkingu. -ar
í nöfnum á borð við Gunnar og -un(n) í Auðun(n) eru viðliðir, eða voru
það a.m.k. upphafl ega, þett a voru samsett nöfn með forlið og viðlið.
Nú hafa þessir viðliðir enga skýra merkingu. Beygingarlega hegða
þessi nöfn sér þó eins og samsett nöfn. Kannski hafði -inn í Héðinn,
Kristinn og Þráinn svipaða stöðu og -ar og -un(n) í huga manna, þ.e.
viðliður með óræða merkingu. Þá má gera ráð fyrir því að þeir hafi
verið til sem túlkuðu nafnið Þórarinn ekki sem Þór-arinn heldur sem
Þórar-inn, rétt eins og Héð-inn, Krist-inn og Þrá-inn. Hafi menn túlkað
Þórarinn sem Þórar-inn er hugmyndin um óþægilegan samhljóm
kannski skiljanlegri. Nefnifall og þolfall hafa menn þá greint sem
Þórar-in(n) og eignarfall sem Þórar-ins. En þágufallsmyndina Þórarni
hafa menn væntanlega túlkað sem Þór-arni. Líkindi við samnafnið
arinn hafa þá aðeins verið greinileg í þágufalli. Og um leið er einmitt
þarna möguleiki á óþægilegum samhljómi.
Þórarinn var fyrir fáum árum í 78. sæti á lista algengustu karl-
mannsnafna (Katrín Axelsdótt ir 2018:21). Áður hefur það verið enn
vinsælla, samkvæmt manntalinu 1703 var það í 31. sæti (sbr. Ólaf
Lárusson 1960). Búast hefði mátt við að þessi tiltölulega háa tíðni
hefði haft verndandi áhrif; alþekkt er að það sem er algengt hefur
alla jafna meira viðnám gagnvart áhrifsbreytingum en það sem er
sjaldgæft . Það er reyndar líklegt að hin tiltölulega háa tíðni hafi hamlað
breytingum. Ekki má gleyma því að hin hefðbundna mynd, Þórarni,
hefur haldið velli og staða hennar virðist býsna sterk þrátt fyrir ný
tilbrigði í þágufallinu. En þessi staða hefði kannski verið betri ef fl eiri
nöfn með viðliðnum -arinn tíðkuðust. Tvö önnur nöfn hafa þennan
viðlið, Álfarinn og Úlfarinn. Þau eru varla vel þekkt og hvorugt þeirra
er notað lengur.9 Nafnið Þórarinn er því sér á báti. Staða þess er því
e.t.v. önnur en nafna með nokkuð tíðum viðlið.10
9 Nöfnin Álfarinn og Úlfarinn eru nefnd hjá Hermanni Pálssyni (1960:28) en ekki hjá
Guðrúnu Kvaran og Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni (1991). Samkvæmt þjóðskrá
1. janúar 2015 bar þau enginn (Hagstofa Íslands).
10 Hér má minnast á nöfn með viðliðnum -kell. Í þágufalli nafna með viðliðnum -kell
kemur stundum fyrir tilbrigðið -katli (við hlið -keli). Ekki er ólíklegt að hið eldra
(og óreglulegra) tilbrigði -katli hafi notið stuðnings af því hve mörg nöfn með
viðliðnum -kell eru til (s.s. Þorkell, Hrafnkell, Áskell, Grímkell, Hallkell), en ekkert
þessara nafna er í hópi 100 algengustu nafna og sum eru nú mjög sjaldgæf.
tunga_21.indb 33 19.6.2019 16:55:53