Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 49
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 37
Þórarinn en í hinum nöfnunum. En það er auðvitað tilviljun háð hvað
ratar í blöð og nöfnin sem hér um ræðir eru mjög misalgeng. Það
er því engan veginn víst að Þórarini sé í raun eldri en nýjungarnar í
hinum nöfnunum þótt svo geti virst á grundvelli þessara heimilda.
Nokkur samnöfn enda einnig á -inn (arinn, drott inn, himinn) og
meðal þeirra eru einnig dæmi um ósamandregnar þágufallsmyndir
með endingunni -i. Elsta dæmið um þágufallsmyndina arini í ís lensk-
um blöðum á Tímarit.is er frá 1956. Annars kemur myndin aðeins
fyrir í nokkrum fasteignaauglýsingum frá síðustu árum og ára tug-
um. Myndirnar drott ini og himini eru enn fátíðari á þessum vef. Sú
fyrri kemur fyrir í einni auglýsingu (sem birtist nokkrum sinnum)
árið 1988 og um þá síðari eru þrjú dæmi, öll frá átt unda áratugnum.
Þett a eru fá dæmi, rétt eins og í tilviki sérnafna, og hugsanlegt að
hér sé um að ræða prentvillur í einhverjum tilvikum. En sé litið á
ákveðnar þágufallsmyndir orðanna arinn og himinn fi nnast fl eiri
dæmi um ósamandreginn stofn; dæmi um arininum eru yfi r hundrað
(hið elsta frá 1901) og dæmi um himininum eru yfi r tutt ugu (hið elsta
frá 1923). Í ljósi þessara dæma verður að teljast líklegt að greinislausar
ósamandregnar þágufallsmyndir þessara tveggja orða, arini og himini,
hafi verið komnar upp snemma á 20. öld.
Heimildir benda þannig ekki skýrt til þess að tímamunur hafi
verið á uppkomu nýjunga í sérnöfnum (Þórarinn, Kristinn, Héðinn) og
samnöfnum (arinn, drott inn, himinn). Hugsanlegt er að ósamandreginn
stofn hafi komið upp á sama tíma í sérnöfnum og samnöfnum;
það kæmi ekki á óvart því að sérnöfn og samnöfn beygjast oft og
kannski oft ast eins.15 En einnig er hugsanlegt að annar hvor þessara
undirfl okka nafnorða hafi verið fyrri til að taka breytingum og sá hafi
síðan haft áhrif á hinn. Hafi svo verið er heldur líklegra að breytingar
hafi fyrst orðið í sérnöfnum og síðar í samnöfnum.
Í rannsókn Wetås (2008) á hvarfi fallbeygingar í miðnorsku kom
í ljós að breytingarinnar sá fyrr stað í sérnöfnum (einkum manna-
nöfnum) en samnöfnum. Hún skýrir þett a þannig að sérnöfn greini
sig á merkingarsviðinu frá fl estum samnöfnum: sérnöfn hafa ein-
staka vísun, þ.e. þau vísa til einhvers eins tiltekins hverju sinni,
merking þeirra (ef það er þá hægt að tala um merkingu yfi rleitt ) er
óljósari en samnafna og upphafl eg merking hefur tilhneigingu til
15 Undantekningarnar eru reyndar harla margar þegar að er gáð, ekki síst þegar um
samsett nöfn er að ræða: Guðrún, Berglind og Þorgeir hafa alltaf eða oft ast aðra
beygingu en samnöfnin rún, lind og geir. Ósamsett u nöfnin Rún, Lind og Geir fylgja
á hinn bóginn samnöfnunum í beygingu.
tunga_21.indb 37 19.6.2019 16:55:53