Orð og tunga - 08.07.2019, Side 50

Orð og tunga - 08.07.2019, Side 50
38 Orð og tunga að dofna. Wetås gerir ráð fyrir að mannanöfn séu óræðust að þessu leyti („semantisk mest demotiverte“), að á milli mannanafna séu innbyrðis sterk tengsl í huga fólks, að samband þeirra við önnur nafnorð sé veikara (t.d. Wetås 2008:81) og að þau hafi mest nafneðli (n. proprialitet, propriumskarakter, t.d. Wetås 2008:76) allra sérnafna. Mannanöfn tengist þó einnig öðrum nafnorðum, mest öðrum sér- nöfnum (sem hafi minna nafneðli, s.s. örnefnum) sem standi síðan aft ur nær samnöfnum. Skilin í orðasafninu séu ekki alltaf skörp en nafneðlisskali með ýmsum gráum svæðum skýri einmitt vel hvernig breytingar í sérnöfnum geti borist yfi r í samnöfn (Wetås 2008:76, 81, 83 og víðar). Umrædd breyting í miðnorsku er ekki eina þekkta dæmið um að breyting hafi hafi st fyrr í sérnöfnum en samnöfnum (Wetås 2008:81). Þá eru þekkt ýmis dæmi um að breyting verði í sérnöfnum sem nái ekki til sambærilegra samnafna. Nafnið Björn er oft ast Björns í eignarfalli en samnafnið björn heldur hinni fornu eignarfallsmynd bjarnar. Nafnið Dagur fær stundum þágufallsmyndina Dag en sam- nafnið dagur heldur fornri þágufallsmynd, degi. Nafnið Nótt fær gjarna myndina Nótt ar í eignarfalli en samnafnið nótt heldur hinni hefðbundnu mynd nætur. Þessi tilvik koma heim við eina af stað- hæfi ngum Mańczak (1980b:285) um áhrifsbreytingar, að samnöfn haldi frekar tryggð við eldri orðmyndir en mannanöfn geri.16 Eitt af því sem hann nefnir þessu til stuðnings varðar pólsk ætt arnöfn: „In Polish, there is not a single surname whose declension does not show innovations in relation to that of a common noun“ (Mańczak 1980b:286). Mańczak (1980a:41) skýrir staðhæfi ngu sína með vísan til hárrar tíðni samnafna sem haldi þannig betur í eldri orðmyndir. Wetås (2008:33) telur að hér verði einnig að taka með í reikninginn útvötnun upphafl egrar merkingar nafns („den semantiske nedblekinga“) sem minnki tengslin við samnafnið í huga málnotenda.17 Það er þó ekki svo að staðhæfi ng Mańczaks sé án mótdæma. Samnafnið heiði hefur 16 Í hóp þessara tilvika mætti bæta sérnafninu Hamar þótt þar sé ekki um mannsnafn að ræða. Dæmi um ósamandregna þágufallsmynd orðsins hamar, þ.e. hamari, í íslenskum ritum á vefnum Tímarit.is eru á þriðja tug og í öllum tilvikum er um að ræða sérnöfn. Þetta eru nöfn bæja (Hamar, Stakkhamar), fyrirtækis (Hraunhamar), málgagns (Hamar), íþrótt afélags (Hamar) og skipa (Hamar, Þórshamar). Nýjung í beygingu orðsins virðist því einkum koma fram í sérnöfnum. 17 Margrét Jónsdótt ir (2016) hefur fj allað um ýmsar óvæntar eignar falls myndir kvenmannsnafna, s.s. myndirnar Esters og Dagmars, þar sem eignarfallsending karlkyns- og hvorugkynsorða hefur stungið sér niður. Margrét (2016:191) tengir þett a meðal annars við hlutverk eiginnafna og merkingarlega sérstöðu þeirra. tunga_21.indb 38 19.6.2019 16:55:54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.