Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 50
38 Orð og tunga
að dofna. Wetås gerir ráð fyrir að mannanöfn séu óræðust að þessu
leyti („semantisk mest demotiverte“), að á milli mannanafna séu
innbyrðis sterk tengsl í huga fólks, að samband þeirra við önnur
nafnorð sé veikara (t.d. Wetås 2008:81) og að þau hafi mest nafneðli
(n. proprialitet, propriumskarakter, t.d. Wetås 2008:76) allra sérnafna.
Mannanöfn tengist þó einnig öðrum nafnorðum, mest öðrum sér-
nöfnum (sem hafi minna nafneðli, s.s. örnefnum) sem standi síðan
aft ur nær samnöfnum. Skilin í orðasafninu séu ekki alltaf skörp en
nafneðlisskali með ýmsum gráum svæðum skýri einmitt vel hvernig
breytingar í sérnöfnum geti borist yfi r í samnöfn (Wetås 2008:76, 81,
83 og víðar).
Umrædd breyting í miðnorsku er ekki eina þekkta dæmið um að
breyting hafi hafi st fyrr í sérnöfnum en samnöfnum (Wetås 2008:81).
Þá eru þekkt ýmis dæmi um að breyting verði í sérnöfnum sem
nái ekki til sambærilegra samnafna. Nafnið Björn er oft ast Björns í
eignarfalli en samnafnið björn heldur hinni fornu eignarfallsmynd
bjarnar. Nafnið Dagur fær stundum þágufallsmyndina Dag en sam-
nafnið dagur heldur fornri þágufallsmynd, degi. Nafnið Nótt fær
gjarna myndina Nótt ar í eignarfalli en samnafnið nótt heldur hinni
hefðbundnu mynd nætur. Þessi tilvik koma heim við eina af stað-
hæfi ngum Mańczak (1980b:285) um áhrifsbreytingar, að samnöfn
haldi frekar tryggð við eldri orðmyndir en mannanöfn geri.16 Eitt
af því sem hann nefnir þessu til stuðnings varðar pólsk ætt arnöfn:
„In Polish, there is not a single surname whose declension does not
show innovations in relation to that of a common noun“ (Mańczak
1980b:286). Mańczak (1980a:41) skýrir staðhæfi ngu sína með vísan til
hárrar tíðni samnafna sem haldi þannig betur í eldri orðmyndir. Wetås
(2008:33) telur að hér verði einnig að taka með í reikninginn útvötnun
upphafl egrar merkingar nafns („den semantiske nedblekinga“) sem
minnki tengslin við samnafnið í huga málnotenda.17 Það er þó ekki
svo að staðhæfi ng Mańczaks sé án mótdæma. Samnafnið heiði hefur
16 Í hóp þessara tilvika mætti bæta sérnafninu Hamar þótt þar sé ekki um mannsnafn
að ræða. Dæmi um ósamandregna þágufallsmynd orðsins hamar, þ.e. hamari, í
íslenskum ritum á vefnum Tímarit.is eru á þriðja tug og í öllum tilvikum er um að
ræða sérnöfn. Þetta eru nöfn bæja (Hamar, Stakkhamar), fyrirtækis (Hraunhamar),
málgagns (Hamar), íþrótt afélags (Hamar) og skipa (Hamar, Þórshamar). Nýjung í
beygingu orðsins virðist því einkum koma fram í sérnöfnum.
17 Margrét Jónsdótt ir (2016) hefur fj allað um ýmsar óvæntar eignar falls myndir
kvenmannsnafna, s.s. myndirnar Esters og Dagmars, þar sem eignarfallsending
karlkyns- og hvorugkynsorða hefur stungið sér niður. Margrét (2016:191) tengir
þett a meðal annars við hlutverk eiginnafna og merkingarlega sérstöðu þeirra.
tunga_21.indb 38 19.6.2019 16:55:54