Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 52
40 Orð og tunga
að einhverjir hafi farið að túlka liði nafnsins Þórarinn á annan hátt en
áður, þ.e. sem forliðinn Þórar- og viðliðinn -inn. En -inn má túlka sem
fl eira en viðlið nafns. Þessi strengur er samhljóða viðskeytt um greini
og kannski hafa einhverjir tengt Þórarinn við orð með viðskeytt um
greini, jafnvel þótt nöfn séu alla jafna greinislaus.20 Þórarinn hefur þá
verið endurtúlkað og greint eins og ákveðnar orðmyndir á borð við
hamar-inn, bikar-inn, barón-inn og biskup-inn.21 Ef gert er ráð fyrir slíkri
endurtúlkun -in(n) er hægt að giska á að áhrifsbreyting á borð við þá
sem lýst er í (3) hafi orðið í kjölfarið.
(3) nf./þf.kk.et. biskup-in(n) : þgf.kk.et. biskup-inum
nf./þf.kk.et. Þórar-in(n) : þgf.kk.et. X; X = Þórar-inum
Þarna er orðið biskup haft sem fyrirmynd og jafnan gengur upp.22
20 Undantekningar eru vissulega til, einkum í örnefnum og heitum skipa og mann-
virkja, s.s. Esjan, Akraborgin, Perlan. Og fyrir kemur í nútímamáli, þótt það sé
líklega einstaklingsbundið og ekki mjög algengt, að mannanöfn fái greini, sbr.
þessi dæmi sem eru úr tölvupósti og af samfélagsmiðli:
(i) a. Heil og sæl Katan
b. Til hamingju með daginn elsku litli Styrmirinn minn
Þá er greini stundum bætt við mannanöfn þegar þau hafa aðra vísun en venjuleg er,
eins og í þessum dæmum:
(ii) a. Kjarvalinn nýtur sín vel á veggnum í stofunni
b. Jónasinn á tíuþúsundkallinum er vel teiknaður
c. Steinunn fékk Jónasinn árið 2014
Hér vísa nöfnin Kjarval og Jónas til málverks, teikningar og verðlauna og gegna
þannig hlutverki samnafna en ekki sérnafna.
21 Hér má nefna ummæli eins heimildarmanns Orðabókar Háskólans um myndina
Þórarinum, Guðmundar Inga Kristjánssonar, en hann taldi greini vera áhrifavald
(Katrín Axelsdótt ir 2018:26).
22 Orðið biskup, sem hér er valið til samanburðar, hefur í nútímamáli tvær þágu-
falls myndir, biskupnum og biskupinum (báðar er að fi nna í Beygingarlýsingu ís-
lensks nútímamáls). Ekkert brott fall er hér í stofni og síðari myndin, biskupinum, er
sambærileg myndinni Þórarinum. Í nútímamáli er biskupnum algengari en biskup-
inum. En þessu virðist áður hafa verið öfugt farið. Myndin biskupinum er þekkt
frá 16. öld að minnsta kosti, hún kemur fyrir í þýðingu Odds Gott skálkssonar
á Nýja testamentinu 1540. Samkvæmt orðstöðulykli um Nýja testamenti Odds
(Orðstöðulyklar) eru fj ögur dæmi um hana. Ekkert dæmi er hins vegar um
biskupnum. Þett a er líklega engin tilviljun. Á vefnum Tímarit.is er hlutfall biskup-
inum og biskupnum á 19. öld 185 á móti 74. Á fyrri hluta 20. aldar er nokkurt
jafnræði með myndunum, hlutfallið er 390 á móti 434. Frá miðri 20. öld og fram til
dagsins í dag er hlutfallið síðan 385 á móti 1809. Það er því ekki fyrr en tiltölulega
nýlega að biskupnum verður miklu algengari mynd en biskupinum. Nú eru engin
hljóðleg líkindi milli orðsins biskup og Þórar- (fyrir utan atkvæðafj ölda). Biskup er
því fl jótt á litið kannski ekki mjög sennileg fyrirmynd. En vert er að huga í þessu
sambandi að einu einkenni orðsins biskup. Það er oft notað greinislaust við sams
tunga_21.indb 40 19.6.2019 16:55:54