Orð og tunga - 08.07.2019, Page 92

Orð og tunga - 08.07.2019, Page 92
80 Orð og tunga þrívítt rými sem er lýst á þrem ásum, þ.e. sem litbrigðum (e. hue), mettun (e. saturation) og birtustigi (e. brightness) (Rossing og Chiaverina 1999:8–9), sem og af vestrænum viðhorfum og skynjunum á litum sem ekki sé hægt að yfirfæra á málhópa í fjarlægari heimshornum. Ekki eru heldur allir sammála um að rétt sé að lýsa þróun litaheita og litahugtaka eins og Berlin og Kay gera, eða að hægt sé yfirleitt að gera ráð fyrir að litaheiti séu afmarkaður merkingarflokkur (sjá t.d. yfir lit í Crawford 2014:8–24). Í umfjöllun sinni um merkingarlegar frum eindir (e. semantic primes) tekur Anna Wierzbicka litaheiti fyrir og kemst að þeirri niðurstöðu að réttara sé að tala um algildi sjónar en algildi lita og að í mesta lagi sé æskilegt að tala um að ‘ljós’ og ‘dökkur’ (sbr. dagur og nótt) séu algild hugtök í því samhengi. Hún telur að sú áhersla sem lögð er á litbrigði sem merkingarfyrirbæri á Vesturlöndum hafi skekkt rannsóknir á þessu efni, það megi t.d. sjá í því að mörg þeirra mála sem Berlin og Kay og fleiri hafa rann- sakað hafi ekki einu sinni leið til að tákna sérstaklega hugtakið ‘litur’ (Wierzbicka 1996:287–288). Í litahugtakinu er líka margt fleira að finna en litbrigðið sjálft, t.d. hugmyndir um hita/kulda, um fersk- leika, þurrk/vætu eða æti, og jafnvel heilagleika, æðri krafta, eða bar- áttu góðs og ills (Taussig 2009, Becker 1994). Enn ein hlið á efninu er svo málfræðilegt samhengi orðanna, t.d. sifjar orðanna sjálfra og merkingarsaga (sbr. t.d. bleikur ‘fölur’ > bleikur ‘ljós rauður’), og áhrif sem málfræðin hefur, t.d. í sambandi við aðferðir til orðmyndunar. Lucy (1997b) gerir málfræðilega athugun á enskum litaheitum og kemst að þeirri niðurstöðu að málfræðileg mynstur gefi ekki til kynna að um sé að ræða einhvers konar sérstætt málfyrirbæri þar sem orð sem falla í þann flokk hegði sér ekki endilega eins, ekki sé t.d. alltaf hægt að beita sömu orðmyndunaraðferðum á öll litaheiti og þau beygist ekki endilega eins. Í grunninn byggjast kenningar Berlins og Kays, og jafnframt gagnrýni á þær, á þessum tveim andstæðu hugmyndum um uppruna menningar í máli annars vegar eða skynjun hins vegar. Hvar sem mann ber niður í þessum fræðum, og á hvora hliðina sem maður hallast, er ekki hægt að horfa framhjá rannsóknum Berlins og Kays og niðurstöðum þeirra. Þrátt fyrir allt virðist svo vera að í tugum alls ólíkra mála sé að finna mjög keimlíka skiptingu litrófsins. Þessi einsleita skipting er þá afleiðing þróunarbrautarinnar sem þeir töldu sig hafa fundið. Aðferðirnar sem þeir notuðu í rannsóknum sínum, að láta fólk nefna lituð spjöld án alls samhengis, allsnakin lit- brigði ef svo má að orði komast, hafa þann kost að til verður saman- burðargrundvöllur sem virkar á milli menningarhópa. Hafi fólk tunga_21.indb 80 19.6.2019 16:56:01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.