Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 92
80 Orð og tunga
þrívítt rými sem er lýst á þrem ásum, þ.e. sem litbrigðum (e. hue),
mettun (e. saturation) og birtustigi (e. brightness) (Rossing og Chiaverina
1999:8–9), sem og af vestrænum viðhorfum og skynjunum á litum
sem ekki sé hægt að yfirfæra á málhópa í fjarlægari heimshornum.
Ekki eru heldur allir sammála um að rétt sé að lýsa þróun litaheita
og litahugtaka eins og Berlin og Kay gera, eða að hægt sé yfirleitt að
gera ráð fyrir að litaheiti séu afmarkaður merkingarflokkur (sjá t.d.
yfir lit í Crawford 2014:8–24). Í umfjöllun sinni um merkingarlegar
frum eindir (e. semantic primes) tekur Anna Wierzbicka litaheiti fyrir
og kemst að þeirri niðurstöðu að réttara sé að tala um algildi sjónar
en algildi lita og að í mesta lagi sé æskilegt að tala um að ‘ljós’ og
‘dökkur’ (sbr. dagur og nótt) séu algild hugtök í því samhengi. Hún
telur að sú áhersla sem lögð er á litbrigði sem merkingarfyrirbæri
á Vesturlöndum hafi skekkt rannsóknir á þessu efni, það megi t.d.
sjá í því að mörg þeirra mála sem Berlin og Kay og fleiri hafa rann-
sakað hafi ekki einu sinni leið til að tákna sérstaklega hugtakið ‘litur’
(Wierzbicka 1996:287–288). Í litahugtakinu er líka margt fleira að
finna en litbrigðið sjálft, t.d. hugmyndir um hita/kulda, um fersk-
leika, þurrk/vætu eða æti, og jafnvel heilagleika, æðri krafta, eða bar-
áttu góðs og ills (Taussig 2009, Becker 1994). Enn ein hlið á efninu
er svo málfræðilegt samhengi orðanna, t.d. sifjar orðanna sjálfra og
merkingarsaga (sbr. t.d. bleikur ‘fölur’ > bleikur ‘ljós rauður’), og áhrif
sem málfræðin hefur, t.d. í sambandi við aðferðir til orðmyndunar.
Lucy (1997b) gerir málfræðilega athugun á enskum litaheitum og
kemst að þeirri niðurstöðu að málfræðileg mynstur gefi ekki til kynna
að um sé að ræða einhvers konar sérstætt málfyrirbæri þar sem orð sem
falla í þann flokk hegði sér ekki endilega eins, ekki sé t.d. alltaf hægt
að beita sömu orðmyndunaraðferðum á öll litaheiti og þau beygist
ekki endilega eins. Í grunninn byggjast kenningar Berlins og Kays,
og jafnframt gagnrýni á þær, á þessum tveim andstæðu hugmyndum
um uppruna menningar í máli annars vegar eða skynjun hins vegar.
Hvar sem mann ber niður í þessum fræðum, og á hvora hliðina
sem maður hallast, er ekki hægt að horfa framhjá rannsóknum Berlins
og Kays og niðurstöðum þeirra. Þrátt fyrir allt virðist svo vera að í
tugum alls ólíkra mála sé að finna mjög keimlíka skiptingu litrófsins.
Þessi einsleita skipting er þá afleiðing þróunarbrautarinnar sem þeir
töldu sig hafa fundið. Aðferðirnar sem þeir notuðu í rannsóknum
sínum, að láta fólk nefna lituð spjöld án alls samhengis, allsnakin lit-
brigði ef svo má að orði komast, hafa þann kost að til verður saman-
burðargrundvöllur sem virkar á milli menningarhópa. Hafi fólk
tunga_21.indb 80 19.6.2019 16:56:01