Orð og tunga - 08.07.2019, Page 96

Orð og tunga - 08.07.2019, Page 96
84 Orð og tunga Þriðja verkefnið var svo litblindupróf. Þátttakendur í EoSS tóku Waggoner-próf (Waggoner 2002), en þátttakendur í LÍS tóku Ishihara- próf (The Isshinkai Foundation 2005). Öll þrjú prófin voru framkvæmd undir dagsljósaperu til að hafa sem náttúrulegasta lýsingu og koma í veg fyrir áhrif frá mismunandi birtuskilyrðum. 3.3 Úrvinnsla gagnanna Stuðst var við verklagið sem notað var í EoSS þegar unnið var úr gögn- um í LÍS. Í fyrstu atrennu er fullt svar þátttakanda skráð, t.d.: „Þetta myndi ég halda að væri gult. Þetta er svona, já, þetta er svona ekki alveg hreinn gulur litur, það er eitthvað saman við þetta. Þetta er gult og grænt.“ Næst voru litaheitin dregin út og skráð sem aðalsvar og gátu þau þá verið fleiri en eitt. Í dæminu hér að framan yrði t.d. aðal- svar númer eitt „gulur“, en aðalsvar númer tvö „grænn“, og þar af leið andi voru tvö litaheiti skráð fyrir þetta litbrigði (spjald/reit). Þegar lita heitin voru skráð var allt sem hægt var að skilgreina sem einkunn eða sértækari skilgreiningu á viðkomandi litaheiti tekið af þar til ekki var hægt að smætta litaheitið frekar. Ef þátttakandi sagði „ljósblár“ var það skráð sem blár (ljós- = einkunn), ef hann sagði „grasgrænn“ var það skráð sem grænn (gras- = undirtegund af grænum). Það eina sem var skráð sem aðalsvar var það sem talist gat merkingarlegt höfuð eða kjarnainnihald litasamsetningarinnar. Í sumum tilfellum voru samsetningar þó skráðar sem aðalsvar, svo sem ólífulitur eða ferskju- litaður, enda ekki hægt að skera merkingu þeirra niður neitt frekar. Ýmis vandkvæði eru við skráningu á táknmáli. Táknmálstákn eða -orð telst samsett úr handformi, afstöðu handar, hreyfingu, mynd- un ar stað, látbrigði (e. nonmanual features) og munnhreyfingu, en yfir- leitt er látið nægja að skrá merkingu þess með hástöfum og það látið standa fyrir alla þessa þætti saman, t.d. „þessi litur blár“. Hins vegar hefur hver myndunarþáttanna málfræðilegt mikilvægi og smáar breyt ingar geta átt sér stað við myndun táknsins sem ekki er hægt að skrá í einu orði. Sem dæmi má nefna að munnhreyfingar eru ekki skráðar í þessum gögnum, en þær eru mjög mismunandi við hvert litaheiti. Munnhreyfingar við lýsingarorð í íslensku táknmáli eru oft íslensk orð, t.d. <gulur>,5 <svartur>, en þær falla oft niður eða renna saman við myndun annars tákns, t.d. þegar táknað er ‘blágrænn’ en munnhreyfing er bara <grænn>. Tilbrigði í látbrigðum og handa- 5 Í táknmálsfræðum tákna orð innan oddklofa munnhreyfingar. tunga_21.indb 84 19.6.2019 16:56:01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.