Orð og tunga - 08.07.2019, Qupperneq 96
84 Orð og tunga
Þriðja verkefnið var svo litblindupróf. Þátttakendur í EoSS tóku
Waggoner-próf (Waggoner 2002), en þátttakendur í LÍS tóku Ishihara-
próf (The Isshinkai Foundation 2005). Öll þrjú prófin voru framkvæmd
undir dagsljósaperu til að hafa sem náttúrulegasta lýsingu og koma í
veg fyrir áhrif frá mismunandi birtuskilyrðum.
3.3 Úrvinnsla gagnanna
Stuðst var við verklagið sem notað var í EoSS þegar unnið var úr gögn-
um í LÍS. Í fyrstu atrennu er fullt svar þátttakanda skráð, t.d.: „Þetta
myndi ég halda að væri gult. Þetta er svona, já, þetta er svona ekki
alveg hreinn gulur litur, það er eitthvað saman við þetta. Þetta er gult
og grænt.“ Næst voru litaheitin dregin út og skráð sem aðalsvar og
gátu þau þá verið fleiri en eitt. Í dæminu hér að framan yrði t.d. aðal-
svar númer eitt „gulur“, en aðalsvar númer tvö „grænn“, og þar af
leið andi voru tvö litaheiti skráð fyrir þetta litbrigði (spjald/reit). Þegar
lita heitin voru skráð var allt sem hægt var að skilgreina sem einkunn
eða sértækari skilgreiningu á viðkomandi litaheiti tekið af þar til ekki
var hægt að smætta litaheitið frekar. Ef þátttakandi sagði „ljósblár“
var það skráð sem blár (ljós- = einkunn), ef hann sagði „grasgrænn“
var það skráð sem grænn (gras- = undirtegund af grænum). Það eina
sem var skráð sem aðalsvar var það sem talist gat merkingarlegt höfuð
eða kjarnainnihald litasamsetningarinnar. Í sumum tilfellum voru
samsetningar þó skráðar sem aðalsvar, svo sem ólífulitur eða ferskju-
litaður, enda ekki hægt að skera merkingu þeirra niður neitt frekar.
Ýmis vandkvæði eru við skráningu á táknmáli. Táknmálstákn eða
-orð telst samsett úr handformi, afstöðu handar, hreyfingu, mynd-
un ar stað, látbrigði (e. nonmanual features) og munnhreyfingu, en yfir-
leitt er látið nægja að skrá merkingu þess með hástöfum og það látið
standa fyrir alla þessa þætti saman, t.d. „þessi litur blár“. Hins vegar
hefur hver myndunarþáttanna málfræðilegt mikilvægi og smáar
breyt ingar geta átt sér stað við myndun táknsins sem ekki er hægt
að skrá í einu orði. Sem dæmi má nefna að munnhreyfingar eru ekki
skráðar í þessum gögnum, en þær eru mjög mismunandi við hvert
litaheiti. Munnhreyfingar við lýsingarorð í íslensku táknmáli eru oft
íslensk orð, t.d. <gulur>,5 <svartur>, en þær falla oft niður eða renna
saman við myndun annars tákns, t.d. þegar táknað er ‘blágrænn’ en
munnhreyfing er bara <grænn>. Tilbrigði í látbrigðum og handa-
5 Í táknmálsfræðum tákna orð innan oddklofa munnhreyfingar.
tunga_21.indb 84 19.6.2019 16:56:01