Orð og tunga - 08.07.2019, Síða 109
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 97
Munurinn á milli málanna kemur fram á jöðrum hugtakanna,
þar sem málhafar eru ekki eins vissir um hvaða kjarna litbrigðið til-
heyrir. Þá grípa þeir til nánari og flóknari skilgreininga. Gerð þess-
ara skilgreininga og eðli veltur á þeim aðferðum sem tungumál mál-
hafanna býður upp á. Í ensku nýta þátttakendur afleiðslur, í íslensku
nær einungis samsetningar. Táknmálið hefur, auk þessara aðferða
sem teljast hefðbundnar út frá sjónarhorni raddmála, sérstakar tákn-
máls myndanir sem koma fram við nafngiftir á litbrigðum sem eru
á jöðrum kjarnahugtaka. Þrátt fyrir þessa sérstöðu hvað varðar eðli
tákn málsins virðist sem svo að grunnlitahugtökin sjálf séu, eins og
Berlin og Kay myndu spá fyrir um, tiltölulega keimlík litaheitum í
öðrum málum, og þá helst þeim íslensku. Sem meðlimir í íslensku
sam félagi hugsa heyrnarlausir málhafar íslenska táknmálsins eins
um liti og heyrandi Íslendingar.
Sé miðað við það að saga íslenska táknmálsins hefjist þegar fyrsti
táknmálskennarinn á Íslandi tók til starfa árið 1867 er þetta litla mál sam-
félag einungis um 150 ára gamalt (Reynir Berg Þorvaldsson 2010:13–
17). Það er t.d. rúmum þúsund árum yngra en íslenska mál samfélagið
(sé miðað við landnám) en á þessum stutta tíma íslenska táknmálsins
hafa engu að síður orðið miklar breytingar á því. Ein angr un og áhersla
á raddmál hefur vikið fyrir móðurmálskennslu á tákn máli og viður-
kenningu á íslensku táknmáli sem móðurmáli heyrn ar lausra og heyrn-
ar skertra á Íslandi. Á undanförnum áratug um hafa orðið miklar tækni-
fram farir sem auðvelda málhöfum tákn málsins samskipti og greiða
fyrir útbreiðslu og þróun málsins, en ógna því einnig þar sem aðgerðir
eins og kuðungsígræðsla leiða til þess að það fækkar í þeim hópi sem
þurfa að reiða sig eingöngu á táknmál. Hvað sem framtíðin ber í skauti
sér er það óyggjandi að málfræðilegar rannsóknir á tákn málum gefa
ómetanlega innsýn í það hvernig tungumál þróast og breytast, og er
merkingarfræði þar engin undantekning.
Heimildir
Becker, Udo. 1994. The Element Encyclopedia of Symbols. Shaft esbury: Element.
Berlin, Brent og Paul Kay. 1999 [1969]. Basic Color Terms, Their Universality and
Evolution. The David Human Series (Philosophy and Cognitive Science
Reissue). Stanford: CSLI Publications.
Corbett , Greville G. og Ian R. L. Davies. 1997. Establishing Basic Color
Terms, Measures and Techniques. Í: Clyde L. Hardin og Louisa Maffi
(ritstj.). Color Categories in Thought and Language, bls. 197–223. Cambridge:
Cambridge University Press.
tunga_21.indb 97 19.6.2019 16:56:06