Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 114

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 114
102 Orð og tunga unum, m.a. frá latínu, ensku, þýsku og dönsku (sjá t.d. Árna Böðvarsson 1964) og í dag virðast ensk áhrif nánast alltumlykjandi. Slíkt hefur valdið mörgum Íslendingum áhyggjum, jafnvel svo miklum að fi nna má í sögunni dæmi um dauðadóma yfi r íslenskunni og aðrar slæmar hrakspár (sjá t.d. Björn M. Ólsen 1916, Eggert Ólafsson 1832, Kjartan G. Ott ósson 1990). Áhrif eins tungumáls á annað geta birst með ýmsu móti og hefur þeim m.a. verið skipt eftir því hvort þau tengist formi eða umdæmi þess máls sem fyrir áhrifunum verður (sjá t.d. Kristján Árnason 2001, 2005). Til þessa hafa birtingarmyndir erlendra áhrifa á íslensku kannski fyrst og fremst tengst formi hennar, líkt og Eiríkur Rögnvaldsson (2016) bendir á, og má þar t.a.m. nefna hvers kyns áhrif á orðaforðann. Töku-, aðkomu- og framandorð (eða slett ur) hafa lengi verið mörgum þyrnir í augum, t.a.m. á tímum sjálfstæðisbarátt unnar við Dani. Talið var að tungan gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri barátt u og virðist það hafa leitt til samstöðu um að hreinsa hana eft ir bestu getu af erlendum áhrifum og gera hana sem þjóðlegasta, m.a. með myndun íslenskra nýyrða (sjá t.d. Kjartan G. Ott ósson 1990:76, 100–103). Í raun heldur Árni Böðvarsson (1964:200) því fram að það hafi ekki verið fyrr en á fyrstu áratugum 20. aldar sem farið var að viðurkenna orð af erlendum uppruna sem nothæfa íslensku, jafnvel þótt þau hefðu aðlagast hljóð- og beygingarkerfi. En óháð því hvaða skoðun fólk hefur á aðkomuorðum er ljóst að tungumál þurfa að taka breytingum. Heimurinn breytist hratt; í sífellu verða til nýjar hugmyndir og nýir hlutir og í kjölfar síaukinnar hnattvæðingar og hvers kyns byltinga í tækni berast þau hratt hingað til lands. Þessum hugmyndum og hlutum, sem upphaflega bera yfirleitt erlend heiti, þarf að gefa nafn til að hægt sé að ræða um þau og var það m.a. til umræðu hjá Halldóri Halldórssyni (1987:94) þegar hann sagðist telja íslensku nokkuð ófullkomna að því leytinu til að mjög erfitt væri að tala um ýmis viðfangsefni á íslensku þar sem orðin skorti. Við slíkar nafngiftir kemur helst tvennt til greina; annars vegar að samþykkja erlenda heitið eða einhvers konar aðlagaða útgáfu af því eða hins vegar að búa til íslenskt nýyrði (sjá t.d. Ara Pál Kristinsson 2017:150) og oft er a.m.k. látið reyna á síðari kostinn. Nýyrðamyndun og –notkun tengjast þar með ekki aðeins formi íslenskrar tungu heldur einnig umdæmi hennar því íslensk nýyrði og jákvætt viðhorf gagnvart notkun þeirra geta leikið stórt hlutverk þegar kemur að því að uppfylla aðalmarkmið íslenskrar málstefnu frá árinu 2009, þ.e. „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“ (Íslenska til alls 2009:11). Undanfarin ár hefur t.a.m. tunga_21.indb 102 19.6.2019 16:56:07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.