Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 116
104 Orð og tunga
sem liggja til grundvallar niðurstöðum. Í fj órða hluta verður fj allað
um niðurstöður tengdar viðhorfum og í þeim fi mmta verður tekin
fyrir notkun þátt takenda á nokkrum íslenskum nýyrðum. Sjött i og
síðasti hlutinn inniheldur niðurlag.
2 Fræðilegur bakgrunnur
Líkt og Ari Páll Kristinsson (2017:156–157; sjá einnig Ágústu Þorbergs-
dótt ur 2011) bendir á hefur hugtakið nýyrði haft svolítið breytilega til-
vísun eða merkingu í fræðilegum skrifum til þessa og það sama virðist
eiga við um önnur hugtök sem tengd eru endurnýjun orðaforðans, s.s.
tökuorð og aðkomuorð. Samkvæmt Guðrúnu Kvaran (2005:104) nær
hugtakið nýyrði „yfi r ný orð sem búin eru til yfi r hluti eða hugtök sem
ekki höfðu íslenskt heiti áður“. Þó að það komi ekki beint fram í þeirri
skilgreiningu að þessi nýju orð þurfi að vera búin til úr innlendum
(eða arft eknum, sbr. Ara Pál (2017:154)) efnivið einvörðungu er ,,sá
skilningur á orðinu nýyrði í íslensku líklega algengastur og almennt
við tekinn“ (Ari Páll Kristinsson 2017:156) og því liggur beinast við
að miða við hann hér.2 Þrátt fyrir að greina megi ákveðinn mun á
svo kölluðum nýmerkingum, þ.e.a.s. þegar orð sem þegar er til í
íslensku fær nýja merkingu í viðbót við þá sem það hafði áður, og
ný mynduðum orðum (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:151) verða þær
jafn framt sett ar undir hatt nýyrða (Guðrún Kvaran 2005:105; Ágústa
Þorbergsdótt ir 2011:333). Einnig má nefna hér að stundum er talað
um hugtakið tökumerkingu en þá er í raun átt við nýmerkingu
þar sem merking orðsins, sem fyrir er í málinu, ,,víkkar fyrir áhrif
frá samsvarandi orði í erlendu máli“ (Ásta Svavarsdótt ir 2011:341).
Sem dæmi um gömul og nokkuð rótgróin nýyrði í íslensku máli má
taka orð eins og sími, sjónvarp, tölva, skjár, veitingahús, þota og þyrla
sem og nokkur nýyrði Jónasar Hallgrímssonar frá fyrri hluta 19.
aldar, aðdrátt arafl , sporbaugur, líkindareikningur og ljósvaki (Bjarni Vil-
hjálmsson 1944).
En líkt og áður hefur komið fram samanstendur regluleg endur-
2 Til eru dæmi, þá aðallega eldri, um bæði þrengri skilgreiningar á hugtakinu nýyrði
sem og víðari. Í fyrra tilvikinu nær hugtakið oft aðeins yfi r svokallaða „lærða
orðmyndun“ en ekki orð sem orðið hafa til „sjálfk rafa“ á meðal málnotenda eða
svokallaða „virka orðmyndun“. Í síðara tilvikinu nær hugtakið stundum yfi r öll
ný orð í málinu, hvort sem þau eru úr innlendum eða erlendum efnivið (sjá t.d.
umfj öllun Ara Páls Kristinssonar 2017:156–157).
tunga_21.indb 104 19.6.2019 16:56:07