Orð og tunga - 08.07.2019, Page 126
114 Orð og tunga
5 Notkun íslenskra nýyrða
Nú skal litið á niðurstöður úr spurningunni um raunverulega notkun
nýyrða en grafið á Mynd 2 sýnir öll þau orðapör sem nefnd voru.
8%
15%
25%
35%
43%
37%
72%
55%
59%
70%
98%
78%
67%
51%
46%
30%
27%
12%
11%
10%
8%
1%
14%
18%
24%
19%
28%
36%
16%
33%
31%
21%
2%Lyklaborð − Keyboard
Tölvupóstur − E−mail
Sjálfsmynd − Selfie
Skjáskot − Screenshot
Smáforrit − App
Myndband − Video
Lykilorð − Password
Snjallsjónvarp − Smart TV
Myllumerki − Hashtag
Vafri − Browser
Deila − Share
100 50 0 50 100
Ég nota...
...alltaf íslenska heitið ...yfirleitt íslenska heitið ...íslenska heitið og það enska nokkuð jafnt
...yfirleitt enska heitið ...alltaf enska heitið
Vinsamlegast veldu þann valmöguleika sem best á við hvert orðapar fyrir sig
Mynd 2. Niðurstöður fyrir öll orðapörin ellefu, án aldursflokkunar.
Á Mynd 2 sést að augljós munur er á því hvort þátttakendur segjast
nota íslenska nýyrðið eða samsvarandi aðkomuorð eft ir því um
hvaða orðapar er að ræða. Niðurstöður benda því ekki til þess að
fólk skiptist í fylkingar á grundvelli uppruna orðanna, þ.e.a.s. noti
alltaf íslenskt nýyrði eða alltaf samsvarandi aðkomuorð, heldur
virðast aðrir þætt ir skipta meira máli og þá mögulega einhverjir
þeirra sem nefndir voru í kafl a 2 og vikið verður betur að hér á
eft ir. Í tilvikum íslenskra nýyrða eins og lyklaborð, snjallsjónvarp,
deila, lykilorð og tölvupóstur segjast þátt takendur taka þau framyfi r
samsvarandi aðkomuorð í 55%–98% til vika og eru þeir sem svara
„ég nota alltaf ís lenska heitið“ alltaf jafn margir eða fl eiri en þeir
sem velja „ég nota yfi rleitt íslenska heitið“. Í tilvikum nýyrða eins
og myndband og vafri er skiptingin mun jafnari, þó að íslenska eigi
reynd ar enn vinninginn en aðkomuorðin taka svo yfi r í tilvikum
nýyrða eins og skjáskot, myllumerki, sjálfsmynd og smáforrit.
Þá er áhugavert að sjá að í þeim tilvikum þar sem enskan hef ur
yfirburði tóku fleiri þátttakendur þó vægari afstöðu með að komu-
orðinu, með svarinu „ég nota yfi rleitt enska heitið“ í stað „ég nota
alltaf enska heitið“ sem er þá, eins og áður hefur komið fram, öfugt
við þau tilvik þar sem íslenskan hefur yfi rburði. Varhugavert er að
draga of miklar ályktanir af þessu mynstri en þó má velta því fyrir sér
tunga_21.indb 114 19.6.2019 16:56:09