Orð og tunga - 08.07.2019, Side 129

Orð og tunga - 08.07.2019, Side 129
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 117 yrðis og vinsælda þess en hér þarf þó að hafa í huga að um er að ræða frekar fá orðapör og sennilega þyrft i fl eiri til svo greina mætt i eitt hvert mynstur. Næst má velta því fyrir sér hvort greina megi áhrif þess að tiltekin nýyrði séu sjáanlegri eða meira áberandi en önnur. Til dæmis má bera saman nýyrðin lykilorð og lyklaborð en þó að þau séu bæði vinsælli en samsvarandi aðkomuorð er töluverður munur á niðurstöðum, 98% þátt takenda nota alltaf eða yfi rleitt orðið lyklaborð en aðeins 59% lykilorð. Nú eru þessi orð nokkuð keimlík og senni lega bæði tökuþýðingar að uppruna þótt merking orðsins lykilorð hafi breyst og víkkað eilítið meira en merking orðsins lyklaborð með tím anum. Bæði orðin hafa verið til í málinu frá fyrri hluta síðustu ald ar13 og líklega svipað lengi í tölvutengdri merkingu þar sem hug tökin hafa bæði fylgt fyrstu tölvunum. Skýringuna á muninum á vinsældum þessara nýyrða má mögulega fi nna í sýnileika þeirra eða öllu heldur sýnileika aðkomuorðanna. Notendur Internetsins og snjalltækja þurfa í sífellu að slá inn hvers kyns lykilorð og þar sem viðmót algengra vefsíða og smáforrita eru oft á ensku er enska heitið eða aðkomuorðið, password, mjög sýnilegt sem eykur samkeppni við íslenska nýyrðið. Líklega ber hlutinn lyklaborð, í tölvutengdri merk ingu, sjaldnar á góma, hvort sem er á ensku eða íslensku, og því eru áhrif aðkomuorðsins sennilega minni. Mögulega má tengja góðar viðtökur nýyrðisins snjallsjónvarp, sem nú er nokkuð nýlega komið á markað, við tvennt; annars vegar er nýyrðið sjónvarp mjög rótgróið í íslensku málsamfélagi og hins vegar mátt i greina gríðarlega aukningu í auglýsingum á slíkum tækjum, þar sem íslenska nýyrðið var notað, í aðdraganda heimsmeistaramótsins í fótbolta 2018 um svipað leyti og rannsóknin sem hér er kynnt fór fram. Ástæðan fyrir því hversu lítilla vinsælda nýyrðið smáforrit nýtur má mögulega rekja til tveggja ástæðna; skorts á sýnileika umfram aðkomuorðið app og þess að það gæti hafa orðið til of seint, þ.e.a.s. eft ir að aðkomuorðið app var orðið rótgróið í málinu og t.a.m. búið að aðlagast íslensku beygingakerfi vel. Við leit í Risamálheildinni fást tæplega sjö þúsund niðurstöður ef leitað er að öllum orðmyndum aðkomuorðsins app (m.a. úr Alþingisræðum, dómum og fj ölmiðlum) en aðeins rúmlega tvö þúsund niðurstöður fyrir nýyrðið smáforrit. 13 Við leit á vefnum Tímarit.is var elsta dæmið um orðið lyklaborð frá árinu 1914 en þó aðeins þrjú dæmi fyrir 1950 og varla um neinn fjölda að ræða fyrr en á áttunda áratugnum. Elsta dæmið um lykilorð er frá árinu 1931 en þau eru fá fram á sjöunda áratuginn. Að sjálfsögðu er ekki um að ræða tölvutengda merkingu fyrst um sinn. tunga_21.indb 117 19.6.2019 16:56:10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.