Orð og tunga - 08.07.2019, Page 129
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 117
yrðis og vinsælda þess en hér þarf þó að hafa í huga að um er að
ræða frekar fá orðapör og sennilega þyrft i fl eiri til svo greina mætt i
eitt hvert mynstur.
Næst má velta því fyrir sér hvort greina megi áhrif þess að tiltekin
nýyrði séu sjáanlegri eða meira áberandi en önnur. Til dæmis má bera
saman nýyrðin lykilorð og lyklaborð en þó að þau séu bæði vinsælli
en samsvarandi aðkomuorð er töluverður munur á niðurstöðum,
98% þátt takenda nota alltaf eða yfi rleitt orðið lyklaborð en aðeins
59% lykilorð. Nú eru þessi orð nokkuð keimlík og senni lega bæði
tökuþýðingar að uppruna þótt merking orðsins lykilorð hafi breyst og
víkkað eilítið meira en merking orðsins lyklaborð með tím anum. Bæði
orðin hafa verið til í málinu frá fyrri hluta síðustu ald ar13 og líklega
svipað lengi í tölvutengdri merkingu þar sem hug tökin hafa bæði
fylgt fyrstu tölvunum. Skýringuna á muninum á vinsældum þessara
nýyrða má mögulega fi nna í sýnileika þeirra eða öllu heldur sýnileika
aðkomuorðanna. Notendur Internetsins og snjalltækja þurfa í sífellu
að slá inn hvers kyns lykilorð og þar sem viðmót algengra vefsíða og
smáforrita eru oft á ensku er enska heitið eða aðkomuorðið, password,
mjög sýnilegt sem eykur samkeppni við íslenska nýyrðið. Líklega ber
hlutinn lyklaborð, í tölvutengdri merk ingu, sjaldnar á góma, hvort sem
er á ensku eða íslensku, og því eru áhrif aðkomuorðsins sennilega
minni.
Mögulega má tengja góðar viðtökur nýyrðisins snjallsjónvarp, sem
nú er nokkuð nýlega komið á markað, við tvennt; annars vegar er
nýyrðið sjónvarp mjög rótgróið í íslensku málsamfélagi og hins vegar
mátt i greina gríðarlega aukningu í auglýsingum á slíkum tækjum, þar
sem íslenska nýyrðið var notað, í aðdraganda heimsmeistaramótsins
í fótbolta 2018 um svipað leyti og rannsóknin sem hér er kynnt fór
fram. Ástæðan fyrir því hversu lítilla vinsælda nýyrðið smáforrit nýtur
má mögulega rekja til tveggja ástæðna; skorts á sýnileika umfram
aðkomuorðið app og þess að það gæti hafa orðið til of seint, þ.e.a.s.
eft ir að aðkomuorðið app var orðið rótgróið í málinu og t.a.m. búið
að aðlagast íslensku beygingakerfi vel. Við leit í Risamálheildinni fást
tæplega sjö þúsund niðurstöður ef leitað er að öllum orðmyndum
aðkomuorðsins app (m.a. úr Alþingisræðum, dómum og fj ölmiðlum)
en aðeins rúmlega tvö þúsund niðurstöður fyrir nýyrðið smáforrit.
13 Við leit á vefnum Tímarit.is var elsta dæmið um orðið lyklaborð frá árinu 1914 en
þó aðeins þrjú dæmi fyrir 1950 og varla um neinn fjölda að ræða fyrr en á áttunda
áratugnum. Elsta dæmið um lykilorð er frá árinu 1931 en þau eru fá fram á sjöunda
áratuginn. Að sjálfsögðu er ekki um að ræða tölvutengda merkingu fyrst um sinn.
tunga_21.indb 117 19.6.2019 16:56:10