Orð og tunga - 08.07.2019, Page 133
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 121
skýringa í þeim mun sem virðist vera á því hvaða afþreyingu fólk kýs
eft ir aldri. Samkvæmt niðurstöðum fyrrnefnds öndvegisverkefnis (sjá
t.d. Dagbjörtu Guðmundsdótt ur 2018:58–63) virðist eldra fólk t.d. horfa
töluvert meira á íslenskar sjónvarpsstöðvar en yngri kynslóðirnar
sem sækja frekar í hvers kyns efnisveitur, efni af netinu eða efni í
ýmiss konar smáforritum sem aðallega er á ensku. Þar af leiðandi er
líklegt að kynni yngri þátttakenda af hugtakinu myllumerki – hashtag
séu mestmegnis á ensku og því ekki óeðlilegt að aðkomuorðið festist
frekar í minni. Eldri þátt takendur eru aft ur á móti líklegri til að horfa
hlutfallslega meira á íslenskt efni, t.d. á íslenska fj ölmiðla, þar sem
íslenska nýyrðið ber án efa oft ar á góma.
Niðurstöðurnar á Mynd 5 geta bent til aldursbindingar (e. age grad-
ing) eða málbreytingar á milli kynslóða (e. generational change) (sjá
umfj öllun Wagner 2012). Ef fyrra tilvikið, aldursbinding, á við þýðir
það að sú tilhneiging yngstu þátt takendanna til að velja aðkomuorðið
sé bundin aldri og muni líklega eldast af þeim. Það er, eft ir því sem
þátt takendur eldast því líklegri séu þeir til að færa sig úr aðkomuorð-
inu yfi r í íslenska nýyrðið. Næstu kynslóðir myndu svo gera slíkt hið
sama, kjósa aðkomuorðið á ákveðnum aldri en taka svo upp íslenska
nýyrðið þegar þeir eldast. Í seinna tilvikinu, málbreytingum á milli
kynslóða, væri hins vegar um að ræða varanlegri breytingu þar sem
þátt takendurnir í yngri aldurshópunum, sem nú velja oft ar að komu-
orð, munu halda því áfram og líklega bera það val áfram til næstu
kynslóða. Smátt og smátt gætu því íslensku nýyrðin dáið út þegar
fækkar í eldri kynslóðum.
7%
6%
29%
74%
79%
50%
19%
15%
21%
46%
29%
40%
21%
31%
28%
33%
40%
32%
b. Myndband − Video
a. Sjálfsmynd − Selfie
100 50 0 50 100
10−30 ára
31−50 ára
51 árs og eldri
10−30 ára
31−50 ára
51 árs og eldri
Ég nota...
...alltaf íslenska heitið ...yfirleitt íslenska heitið ...íslenska heitið og það enska nokkuð jafnt
...yfirleitt enska heitið ...alltaf enska heitið
Mynd 6. Niðurstöður fyrir orðapörin sjálfsmynd – selfi e og myndband – video, fl okkaðar
eft ir aldri.
tunga_21.indb 121 19.6.2019 16:56:11