Húnavaka - 01.01.2018, Page 9
Ávarp ritstjóra
Ágætu lesendur!
að ræða 260-270 blaðsíður af fjölbreyttu efni, auk auglýsinga. Innihaldið ræðst að nokkru
leyti af því efni sem berst til ritnefndarinnar hverju sinni en einnig eru fastir liðir í ritinu, eins
og viðtöl, ferðasögur, kveðskapur, mannalát og fréttir.
Með tilkomu ljósmyndasafns Héraðsskjalasafns A-Hún og Ljósmyndasafns Skagastrand-
-
anlegan fjársjóð um fólk og viðburði fyrri tíma. Starfsmenn safnanna hafa einnig verið boðnir
bestu þakkir.
Í fyrsta sinn um langan tíma varð ekki fækkun fólks milli ára í sýslunni. Að vísu fækkaði
í dreifbýli en fjölgaði í þéttbýli en samtals stóð íbúafjöldinn í stað. Vonandi heldur sú þróun
áfram að aftur fjölgi fólki á landsbyggðinni.
Kvenfélögin í A-Hún. eiga mörg hver merkisafmæli um þessar mundir. Árið 1874 var
Kvenfélag Svínavatnshrepps stofnað. Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað annaðhvort árið
-
inu 2017; Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Kvenfélagið Hekla í Skagahreppi, Kvenfélagið
Vonin í Torfalækjarhreppi, Kvenfélag Vatnsdæla og Kvenfélagið Eining á Skagaströnd. Árið
1928 voru þrjú kvenfélög stofnuð og eiga því 90 ára afmæli á þessu ári 2018; Kvenfélag
Höskuldsstaðasóknar í Vindhælishreppi, Kvenfélag Sveinsstaðahrepps og Kvenfélagið Vaka á
Blönduósi. Sama ár, 1928, var Samband austur-húnvetnskra kvenna (SAHK) einnig stofn-
að. Það á því einnig 90 ára afmæli á þessu ári.
Alls eru þetta tíu kvenfélög og af þeim eru a.m.k. sex enn starfandi þegar þetta er ritað.
verið endurvakin, önnur hafa líklega lagt upp laupana fyrir fullt og allt. Öll hafa þau þó gegnt
þýðingarmiklu hlutverki frá stofnun og sinnt margvíslegum framfaramálum samfélaginu til
heilla. Má þar nefna áherslu á margskonar heimilisiðnað, hreinlæti, hollan mat og garðyrkju,
svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa kvenfélögin ætíð stutt myndarlega við viðkomandi kirkju með
ýmsu móti en einnig hafa heilbrigðismál verið þeim ofarlega í huga.