Húnavaka - 01.01.2018, Page 61
H Ú N A V A K A 59
Palace sem var alveg
stórkostleg í alla staði.
Þarna var allt klárt ef
eitthvað kæmi fyrir.
Þyrla var uppi á þaki,
þykkt skothelt gler, þre-
faldir kjallarar sem
voru hver öðrum ör-
uggari. Í kjöllurunum
voru samskiptatæki,
rúm, eldhús og margt
fleira. Að fara þarna
inn var eins og að fara
aftur í tímann til 1960,
þar sem öllu var haldið í því horfi sem það hafði verið í upprunalega. Einnig
voru þarna bíósalur og danssalur á efstu hæð með bar og flygli.
Við skoðuðum einnig margt annað en um kvöldið ákváðum við að skella
okkur í bíó í Víetnam, sem er nú ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því
að það var ekki hægt að fá öðruvísi popp en sykurhúðað sem okkur fannst nú
alveg glatað.
Daginn eftir skoðuðum við alveg ótrúlega magnaðan stað sem heitir Cu Chi
göngin. Um er að ræða neðanjarðargöng sem Víetnamarnir notuðu í
Víetnamstríðinu gegn Ameríkönum. Göngin eru rosalega þröng og mjög
óþægilegt var að fara ofan í þau. Þar voru einnig alls konar herbergi, eins og
smíðastofur, eldhús, spítali og margt fleira. Loftræstingin var útbúin þannig að
hún líktist termítabælum og einungis var eldað á morgnana þegar döggin var
yfir svo Bandaríkjamenn myndu ekki sjá reykinn. Einnig bjuggu þeir til
margar gildrur fyrir óvininn sem voru hver annarri vígalegri. Göngin voru um
200 km á lengd og notuð í um 20 ár. Við gengum þarna um svæðið og sáum
bardagasvæðið, skurðina sem þeir voru í og för eftir sprengjur. Loks fengum
við svo að fara niður í göngin og prófa að skríða um þau.
Einnig fórum við á stríðsminjasafn Víetnamstríðsins. Vægt til orða tekið þá
var það mjög átakanleg upplifun.
Þar var hið mikilfenglega hof Angkor Wat
Á dagskránni var síðan þriggja daga Mekong Delta ferð sem lauk í Phnom
Penh, höfuðborg Kambodíu. Fyrsta daginn skoðuðum við fiskibýli þar sem
fólk var að rækta fiska undir húsinu sínu, sem var fljótandi á Mekong Delta
ánni. Einnig skoðuðum við þorp við ána sem sekkur alveg þegar það er
regntímabil svo það er byggt á stöplum, einnig geitahúsin. Það var alveg
magnað að sjá það og hvernig þorpsbúar merkja húsin sín með ártölum þegar
vatnið nær hæst á þeim.
Með okkur í för var ungt par frá Frakklandi með átta ára son. Þau lentu í
Fiskibýli á Mekong Delta ánni.