Húnavaka - 01.01.2018, Page 74
H Ú N A V A K A 72
hænsni og garðrækt til heimilisnota. Mikl-
ar flæðiengjar tryggðu góðan heyskap,
jafn vel leigðar út slægjur, ágæt skilyrði til
túnræktar, góður hagi og skjólgott í fjallinu.
Einnig tilheyrir Hnausum hálfur Sauða-
dalur, austan Vatnsdalsfjalls, en í honum
er Hnausasel, reyndar austan Giljár. Þá
fylgja mikil veiðihlunnindi jörðinni, bæði
lax og silungur, einkum í Vatnsdalsá og
Hnausatjörn.
Trúlega hafa komið margir að Hnausum, svona
í þjóðbraut.
Oft var mjög gestkvæmt á báðum bú -
unum, þarna í miðju Þinginu, en hjá
okkur í Hnausum I var landsímastöð fyrir
Sveinsstaðahrepp alla tíð á meðan slíkar
stöðvar voru starfræktar. Hringingin var
þrjár stuttar. Pabbi var því líka sím-
stöðvarstjóri, handskrifaði allar skýrslur
og reikninga með fallegri rithönd og sá
um innheimtu og mánaðarleg reikningsskil.
Þá var bensín- og olíuafgreiðsla fyrir BP í Hnausum um langt árabil sem
Leifur hafði umsjón með. Á yngri árum mínum kom oft fólk á hestum en
smám saman fjölgaði bílunum sem fóru um veginn og allar samgöngur
bötnuðu mikið.
Svava Sveinsína Sveinbjörnsdóttir þegar
hún var í Kvennaskólanum á Blönduósi
veturinn 1950-51.
Ljósm.: Jón og Vigfús, Akureyri.
Svanfríður Sigurlaug Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 18.
febrúar 1944, dóttir hjónanna Guðnýjar Guðrúnar
Sigurrósar Guðmundsdóttur (kölluð Rósa) og Guðmundar
Óskars Jónssonar (kallaður Óskar). Svanfríður er uppalin
í Reykjavík en dvaldist mörg sumur á Gunnlaugsstöðum í
Stafholtstungum í Borgarfirði hjá föðurforeldrum sínum.
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík,
kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og eftir það BA
prófi í bókasafns- og upplýsingafræði og MA prófi í
íslensku frá Háskóla Íslands. Svanfríður hefur stundað
nokk uð kennslu en starfaði lengi sem bókasafnsfræðingur
á Landsbókasafni Íslands, Landsbókasafni Íslands-
Háskóla bókasafni og seinna sem skjalastjóri hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði.
Svanfríður er gift dr. Ólafi Rúnari Dýrmundssyni búvísindamanni og eiga þau fjögur
börn og fimm barnabörn. Ólafur er sonur Dýrmundar Ólafssonar frá Stóruborg í
Víðidal og Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur frá Hnausum í Þingi þar sem hann dvaldist
mikið á barns- og unglingsárum.