Húnavaka - 01.01.2018, Page 76
H Ú N A V A K A 74
ótrúlega hraðar. Pabbi og mamma voru mjög gestrisin og ekki sakaði að pabbi
hafði ánægju af því að ræða við fólk og mamma var fyrirtaks matreiðslukona.
Það var gott að alast upp í Hnausum. Töluvert var til af bókum, ýmis tímarit
voru keypt og blöð á borð við Ísafold og Vörð, sem var vikulegur útdráttur úr
Morgunblaðinu, svo og Tímann, komu reglubundið með póstinum sem sóttur
var að Sveinsstöðum, venjulega tvisvar í viku. Þá hlustuðum við töluvert á
útvarpið.
Hvernig var kaupstaðarferðum háttað?
Mest var farið út á Blönduós, þangað
var sláturfé rekið á haustin og eftir að
mjólkursala byrjaði fór mjólkin þangað
þegar móttaka og vinnsla hennar hófst þar.
Lítið var um bíla og dráttarvélar í sveitinni
fram um 1950 og því mikið treyst á hestana.
Ég fór því ekki oft í kaupstað sem barn og
unglingur. Mikill og góður heimamatur
var alltaf til, svo sem kjöt, slátur, mjólk,
kartöflur og silungur, einkum á sumrin, og
heimabakað brauð og kökur. Í sláturtíðinni
voru tekin mörg slátur, mikil vinna var við
sláturgerð og súrmeti oft á borðum allt
árið, svo sem blóðmör, lifr ar pylsa, lunda-
baggar, sviðasulta og sviða lapp ir. Einnig
töluvert af kæfu og rúllu pylsum sem álegg.
Sitthvað þurfti þó að kaupa, einkum
hveiti, rúgmjöl, sykur, salt, saltfisk, kaffi og
Íbúðarhúsið í Hnausum I um 1970. Það var byggt strax eftir brunann vorið 1942 og bjó
heimilisfólkið í fjárhúsum og tjöldum um sumarið. Sunnan við húsið sést í trjá- og
blómagarðinn sem Svava ræktaði. Fjárhúsin með hlöðum t.v. voru byggð sumrin 1955
og 1962. Ljósm.: Unnar.
Hesta-Sigga ferðaðist víða á Ljóma
sínum.