Húnavaka - 01.01.2018, Page 77
H Ú N A V A K A 75
að sjálfsögðu neftóbak fyrir pabba, mest
úr kaupfélaginu, einnig fataefni, fatnað,
skó, stígvél, kol, koks, steinolíu, bygg-
ingar efni og heystriga svo að eitthvað sé
nefnt. Þangað fór líka ullin nema einu
sinni, 1955, þegar verið var að byggja ný
fjárhús í stað torfhúsanna. Það sumar
fóru þeir pabbi og Leifur, sem átti þá
vörubíl, út á Skagaströnd með ullina
og komu til baka með timbur og báru-
járn.
Oft komu vörur frá Blönduósi sem
pant aðar voru með mjólkurbílnum, að
ógleymdu skyri. Stöku sinnum bárust
kaupstaðavörur úr Reykjavík, einkum
þeg ar Leifur var í vöruflutningum f
yrir bændur í Þingi og víðar, bæði vor
og haust. Sjaldan var farið á Hvamms-
tanga en þar voru einnig ágætar versl-
anir.
Kristín Pálmadóttir (1889-1985), húsfreyja í Hnausum I með börnum og tengdabörnum
árið 1969. Hún var fædd á Vesturá á Laxárdal. Aftari röð f.v.: Jakob Sveinbjörnsson,
Dýrmundur Ólafsson, Elna Thomsen, Leifur Sveinbjörnsson og Hjörtur Hafsteinn
Hjartarson. Fremri röð f.v.: Þórdís Inga Þorsteindóttir, Svava Sveinsína Sveinbjörnsdóttir,
Kristín Pálmadóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Jórunn Sigríður Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörn Jakobsson (1879-1958),
bóndi í Hnausum I í rúma fjóra áratugi,
var af Grundarætt og alinn upp í
Sólheimum í Svínadal.