Húnavaka - 01.01.2018, Page 93
H Ú N A V A K A 91
Ef ég reyni að telja þá upp sem voru
í flokknum þá er fyrst að telja verkstjórann,
Gísla Felixson, aðstoðarverkstjórinn var
Jón Einarsson og ráðskonan var Elinborg
Guðmundsdóttir, kona Jóns, jafnan köll-
uð Ella Jóns.
Tveir ýtumenn voru í flokknum, þeir
Viggó Brynjólfsson sem seinna varð
frægur fyrir að vera enn að vinna á ýtu á
níræðisaldri og Sigurgeir Steingrímsson
en þetta var hans fyrsta sumar sem ýtu-
maður að ég held örugglega. Einn vöru-
bíll fylgdi flokknum sem Páll Stefánsson
átti og var með. Aðrir voru verkamenn
en það voru: Ari Hermanns son, Harald-
ur Hallgrímsson, (Halli), Sigurgeir Jónas-
son (Brói), Pálmi Gíslason frá Grænuhlíð,
Hængur Þorsteinsson og svo undirrit-
aður. Yfirverkstjóri yfir báðum flokkunum
var Steingrímur Davíðsson skólastjóri á Blönduósi.
Ég vona að ég gleymi engum en mér til
afsökunar er að það eru sextíu ár síðan þetta var
og því sumt aðeins í móðu fyrir mér.
Tjaldstæðið var við læk sem rann úr fjallinu en
þennan læk þurfti að brúa vegna nýja vegarins og
var hann um 200 m fyrir ofan tjaldbúðirnar.
Einu íverustaðirnir sem ekki voru tjöld voru
matarskúrinn og kamarinn en þeir voru úr timbri
og var kamarinn staðsettur yfir læknum skömmu
fyrir neðan tjaldbúðirnar.
Um sjöleytið var ræs og borðaður grautur en
vinna hófst síðan 7:20. Mitt morgunverk, fram að
hálf tíu kaffinu, var að þjónusta ráðskonuna með
því að bera vatn úr læknum í vatnstunnurnar og
höggva niður kolin í kabyssuna. Við vatnsburðinn
voru sérstakar „græjur“ en það var ferköntuð
trégrind sem ég steig inní en vatnsfötunum smeygt
undir grindina sitthvoru megin. Með þessu var bæði léttara að bera föturnar
og svo slettist ekki upp úr þeim á mig því grindin var það víð að föturnar voru
töluvert út frá mér.
Eftir kaffið rölti ég með Jóni Einarssyni og Ara Hermannssyni upp að
væntanlegu brúarstæði. Við Ari vorum æskuvinir og ávallt miklir og góðir
félagar en hann dó því miður ungur, lést af slysförum 32 ára gamall.
Það má eiginlega segja að þetta hafi frekar verið stórt ræsi en brú en engu
að síður þurfti að slá upp fyrir þessu mannvirki og steypa. Þetta var í dálitlu
Steingrímur Davíðsson í vegavinnutjaldi.
Mynd: Héraðsskjalasafn.
Guðmundur Agnarsson,
flokksstjóri.