Húnavaka - 01.01.2018, Page 98
H Ú N A V A K A 96
SVEINN TORFI ÞÓRÓLFSSON frá Skagaströnd:
Búa þeir til sápu úr lifrinni?
Leikvangur okkar strákanna í útbænum á Skagaströnd var Höfðinn og svo
fjaran og bryggjan.
Á bryggjunni slægðu landmennirnir1) fiskinn af litlu Björgunum; Ásbjörgu
HU-5 og Auðbjörgu HU-6 og af Stíganda HU-9. Alltaf var passað vel upp á
lifrina, hún sett í sérstaka bala og henni komið upp í lifrarbræðsluna hans Óla
norska, Ole Åmundsen, uppi á Hólsnefi á Höfðanum.
Einu sinni þegar við Almar
bróðir komum út heima í
Höfða borg, beið ná granna-
strák urinn, hann Baddi, Jó -
hann Björn Þórarinsson, eftir
okkur.
Baddi spyr: Hvað er gert við
lifrina úr fiskinum?
Nú, er ekki búið til lýsi úr
henni?, svara ég svolítið hissa.
Ensi, Ernst Berndsen, hafn-
ar vörður var að segja að það
væri búin til sápa úr lifrinni,
segir Baddi þá.
Hvað ertu að segja?, segi ég alveg gáttaður. Er maður þá að þvo sér upp úr
þorskalifur?
En Ensi segir þetta, og þá hlýtur það að vera satt, svarar Baddi.
Það er enginn grútarlykt af sápunni okkar, segi ég skarpt og ætlast til að
samtalinu sé lokið.
Þá gellur í Almari: Það er bölvaður óþefur af grænsápu.
Nú vandaðist málið. Satt var að verulegur óþefur væri af grænsápunni. Svo,
hver gæti vitað eitthvað um málið?
Kannski Óli norski? Hann rekur lifrarbræðslu uppi á Höfða.
Það er nú óttaleg grútarvinnsla, og mikill óþefur, segi ég. Þangað fer ég ekki.
Við gætum rekist á Óla niðri á bryggju við að afgreiða olíu frá Shell á
bátana og spurt hann.
Nei, við förum og spyrjum Margréti í Siggabúð. Hún veit þetta örugglega.
Við skundum nú niður í Siggabúð. Margrét er við afgreiðslu og einhverjar
fínar frúr þar inni.
Litlu Bjargirnar. Ásbjörg HU-5 og Auðbjörg HU-6.