Húnavaka - 01.01.2018, Síða 99
H Ú N A V A K A 97
Ég ber tafarlaust upp er -
indið: Margrét, er sápa búin
til úr grút?, spyr ég alveg
grandalaus.
Allar frúrnar stara á mig
eins og ég sé eitthvert að -
skota dýr.
Hvað segirðu, drengur?,
stynur Margrét loksins upp.
Já, hann Baddi segir að
Ensi segi að sápa sé búin til
úr fiskilifur.
Ég veit ekkert um það
mál, segir Margrét og band-
ar mér burtu. Spyrjið Óla
norska, segir hún svo. Hann býr til
lýsi úr lifrinni.
Mig langar ekkert vestur á Höfða
í þessu riskingsveðri, segi ég. Við för-
um bara niður á bryggju, og spyrjum
landmennina á bátunum. Og geng
út úr búðinni og strákarnir á eftir.
Þegar við erum að ganga niður
með síldarþrónum landmegin mæt-
um við pabba, Þórólfi Sveinsyni,
sem var skipstjóri á Auðbjörgu.
Hvað eru þið komnir í land? spyr
ég.
Nei, við fórum ekki á sjó í þessu
leiðindaveðri og lélegu fiskirí. Við
fiskum ekki fyrir olíunni.
Heyrðu, hann Baddi segir að Ensi segi að sápa sé búin til úr fiskilifur, segi
ég.
Mér finnst þið segja sögu, segir pabbi og bætir svo við. Þeir sjóða sápu úr
allri fitu sem þeir ná í, líka fiskilifur. Talið bara við Óla norska. Hann
stórgræðir á þessari grútarbræðslu sinni.
Ég ætla að spyrja pabba meira um málið en hann labbar bara áfram og
finnst hann hafa upplýst okkur.
Sjóða sápu úr allri fitu sem þeir ná í, endurtek ég og hvað svo? Hvert er
farið með lýsið sem Óli norski býr til? Hver veit það?
Jú, segir Baddi. Það er sett í tank og svo kemur tankskip og nær í lýsið hjá
honum.
En hvert fer svo tankskipið?
Til Noregs, svarar Baddi, og þar búa þeir til sápu úr lýsinu.
Óli norski, Ole Åmundsen, lifrarbræðslueigandi, hann
var líka umboðsmaður fyrir olíufélagið Shell.
Línubalar um borð í Stíganda H-U9.