Húnavaka - 01.01.2018, Page 100
H Ú N A V A K A 98
Hann afi, Jói norski, Jóhann Baldvinsson, hefur verið á svona skipi og Cora
amma, sem er norsk, segir að Ensi hafi rétt fyrir sér. Þeir búi til sápu úr
lifrargrútnum.
Mér féllust nú alveg hendur. Búa þeir virkilega til sápu úr lifrargrútnum?
1) Landmenn á bátunum: Á línuveiðum voru oft tíu menn við hvern bát, fimm á sjó,
sjómennirnir, og fimm í landi, landmennirnir. Landmennirnir beittu línuna, 4 - 5 bjóð
hver og svo tóku þeir á móti bátnum úr róðri, voru við að taka notuðu bjóðin í land og
koma beittu bjóðunum um borð. Þetta gat verið heilmikil vinna. Svo slægðu
landmennirnir oft fiskinn áður en hann var fluttur í fiskhúsin, oftast frystihúsin. Þá var
lifrin tekin sérstaklega og sett í bala sem var fluttur upp í lifrarbræðslu Ole Åmundsen.
Eftirmáli:
Lýsi var álitið mjög hollt og við krakkarnir urðum því að taka lýsi svo við yrðum stór og
sterk og slyppum við ýmsa kvilla, eins og skyrbjúg og fleira, sem við gætum þjáðst af.
Þorskalýsi er brædd þorskalifur sem inniheldur A-vítamín, D-vítamín og Omega-3
fitusýrur.
Hákarlalýsi á að vera gott við liðagigt og öðrum liðaleiðindum. Mig minnir að lúðulýsi
væri skærbleikt á lit.
Sápugerðir:
Sjöfn, Mjöll, Frigg, Sámur. Mjöll og Frigg sameinuðust í eitt fyrirtæki árið 2004 en Mjöll
varð til árið 2001 við sameiningu hreinlætisvörudeildar Sjafnar á Akureyri, Sáms í
Kópavogi og Mjallar í Reykjavík, en þessi fyrirtæki voru öll rótgróin á hreinlætisvörumark-
aði og eiga sér langa sögu.
Sjöfn var stofnuð árið 1932, Mjöll árið 1942 og Sámur árið 1969. Sápugerðin Frigg var
stofnuð árið 1929 og hefur alla tíð verið í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum
á Íslandi.
LÝSI hf. er nútímalegt fyrirtæki með langa og merka sögu. Það var stofnað árið 1938 og
byggir fyrirtækið því á gríðarmikilli þekkingu sem safnast hefur í áranna rás
Heimildir:
Ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Skagastrandar - http://myndasafn.skagastrond.is/