Húnavaka - 01.01.2018, Page 109
H Ú N A V A K A 107
Svo komum við að Víðivöllum
og fengum þar góðar viðtökur hjá
Sigurði bónda, gömlum skiptavin
mínum; fylgdi hann okkur yfir
Vötnin og var þar gott yfirferðar.
Komum við svo að Vindheimum
og fékk ég þar góða gistingu hjá
Eyjólfi gamla fornvin mínum. Um
morguninn að Víðimýri; var þar
afgreiddur pósturinn.
Síðan lögðum við upp á Vatns-
skarð, sem ég hafði svo oft heyrt
nefnt bæði í sögum og á mál-
fundum; sá ég þar ýmsar vega-
bætur, en þó voru sumar brýr þar
svo illfarandi, bæði með götum og
eggjagrjóti, að vel gat skaðað hesta
á björtum degi, hvað þá heldur í
myrkri.
Á bréfhirðingarstaðnum Ból-
staðarhlíð áðum við ögn; þótti
mér þar fagurt um að litast; er þar
ný snotur kirkja og fallegt timbur-
hús; mun Guðmundur sá er þar
býr, vera einn af héraðshöfðingjum
Húnvetninga. Riðum við svo út
Langadal; - þótti mér það ekki
uppnefni, þótt hann væri kallaður
svo, - og náðum litlu eftir háttatíma
á Blönduós.
Um morguninn heilsaði ég upp
á fornvin minn, hr. factor P.
Sæmundsen og hans góðu konu,
og tóku þau mér eins og ég hefði
verið faðir þeirra. Þar var ég í tvo
daga og skemmti mér vel. Heim-
sótti ég hr, kaupm. J. Möller, sem
tók mér ágætlega; sýndi hann mér öll hús sín og voru þau traust öll og allt
snyrtilegt.
Skipalægi á Blönduósi er lítt viðunandi og á Blanda allmikinn þátt í því. Um
daginn gengum við herra Sæmundsen norður að bryggju eða öldubrjóti þeim,
er svo er kallaður; stóð ég þar sem steini lostinn og undraðist að menn með
heilbrigðri skynsemi skyldu ætla að mannvirki þetta muni að notum koma á
slíkum stað.
Þar sem bryggja þessi er lögð fram í gegnum skerjaklungur, sem bæði er
Lurkasteinn.
Pétur Sæmundsen (1841-1915), Magdalena
Margrét Evaldsdóttir Möller (1843-1941),
Evald (1870-1926), Ari (1880), Carl (1886)
Mynd: Héraðsskjalasafn.