Húnavaka - 01.01.2018, Page 110
H Ú N A V A K A 108
fyrir framan þann part, sem búinn er og svo upp með hon um báðum megin,
þá geta allir séð að þetta er bókstaflega að kasta peningum í sjóinn og er
allareiðu nóg komið; ef búið er að eyða 7000 kr. til verra en einskis, því ég er
sannfærður um, að þessi staður verður einhverjum að líftjóni, sem ætlar að
lenda þar í brimi með hálfföllnum sjó, og þó nú einhverjum tækist slysalaust
að ná landi, hvar á hann að setja undan, þar sem við efri bryggjuendann er
feiknahár klappagrjótsbakki og því lítt eða óhugsandi að grafa þar bás til
undansetnings, sem líka myndi hálffyllast í leysingum á vorin. Og svo að hugsa
sér að leggja sporvagnsbraut þaðan suður að Blöndu neðan undir bakkanum;
komi brim, gengur möl og sandur upp á hana og mun örðugt að halda henni
við.
Hefði verslunarstaðurinn verið norðanvert við ána, hefði allt verið hægara
viðfangs, enda er þar í rauninni miklu fallegra; en því miður hafa mönnum
verið mislagðar hendur, er þeir settu verslunarhúsin sunnan Blöndu. Ég hefi
séð öldubrjóta á mörgum stöðum í Norðurálfunni en engan á svo óhentugum
stað.
Nú lagði ég heimleiðis og fylgdi mér einn af fornvinum mínum á leið; líka
var ég svo heppinn að kaupmaður Jóh. Möller og familía hans fór kynnisferð
norður á Sauðárkrók og var mér hin mesta skemmtun af þeirri samfylgd. Á
Sauðárkróki var ég eina nótt og heimsótti hr. factor St. Jónsson, er tók mér eins
og hann hefði hitt gamlan „general“. Sauðárkrókur hefur tekið stórum fram-
förum síðan ég sá hann seinast.
Daginn eftir lagði ég einn af stað austur yfir Vötnin og fór á annarri hinni
svonefndu svifferju. Þótti mér vindan mikið of mjó, svo þetta tók svo langan
tíma, líkt og þá maður er að vinda upp stjórafæri fram á Strandagrunni á 300
faðma dýpi. Austurvötnin lét ég reiðskjótana synda og gekk mikið fljótt og vel.
Kom ég því næst að Hólum og heimsótti herra skólastjóra, er tók mér mæta
vel. Vöknuðu þar ungdómsendurminningar, því þar hafði ég í 12 ár verið í
Frá smíði bryggjunnar á Blönduósi.