Húnavaka - 01.01.2018, Page 126
H Ú N A V A K A 124
ekki hvort þetta er selur eða ekki. Mamma kemur sér fyrir aftan við skaflinn
og bendir okkur að fylgja henni svo ég býst við að þetta sé selur.
Biðin eftir selnum er þreytandi og kyrrstaðan erfið. Ég og bróðir minn
reynum að laumast burt en mamma togar okkur til baka. Við verðum að halda
okkur nálægt henni svo við lendum ekki í vandræðum. Við reynum að vera
kyrrir og hljóðir en það er hægara sagt en gert.
Loksins heyrum við hljóð. Selur skríður út um opið og á eftir honum er
annar selur, kópur. Mamma stekkur fram og nær að sökkva klónum í kópinn.
Hinum selnum bregður, hann getur ekki gert neitt fyrir kópinn sinn og reynir
að forða sér. Við bróðir minn teljum okkur miklar veiðiklær og við reynum að
elta hann en þá er hann nú þegar horfinn í gegnum holuna í ísnum. Við
snúum vonsviknir til baka en sú tilfinning hverfur fljótt því mamma er enn
með kópinn. Loksins getur hún borðað. Hún leyfir okkur að fá líka og í fyrsta
sinn brögðum við eitthvað annað en mjólk. Máltíðin verður að taka fljótt af
svo aðrir birnir finni ekki lyktina af kjötinu. Þegar ekkert ætilegt er eftir af
selnum ýtir mamma honum niður í sjóinn.
Tíminn líður og við aðlögumst síbreytilegu umhverfinu. Hafísinn heldur
áfram að bráðna og brátt er kominn tími á sundkennslu. Aðferð móður
minnar virkar þannig að hún stekkur út í sjóinn og skilur okkur eftir á ísnum.
Við viljum elta hana en sjórinn hræðir okkur. Hann er eins og skrímsli,
viðbúinn að gleypa okkur ef við förum ekki varlega.
Skyndilega stekkur bróðir minn út í. Ég vil ekki vera einn eftir svo ég fer á
eftir honum. Ég sekk niður fyrir yfirborðið og fyllist andartaks örvæntingu
áður en ég flýt aftur upp. Sjórinn er ekki jafn hræðilegur og ég hélt. Ég finn
heldur ekki fyrir miklum kulda út af þykkum feldinum. Ég svamla á eftir
bróður mínum og reyni að dragast ekki aftur úr.
Eftir nokkrar mínútur í sjónum klifrar mamma upp á nálægan bakka og
bróðir minn fylgir á eftir. Ég kem að bakkanum og reyni að hífa mig upp en
ég renn og dett aftur fyrir mig. Sjórinn grípur mig og þrýstir mér niður, ég næ
að fljóta upp og geri aðra tilraun til að komast upp á bakkann en mistekst aftur.
Orkan er farin að dvína og sjórinn hefur meira vald yfir mér, hann virðist
staðráðinn í að halda mér. Líkaminn kallar á súrefni og örvænting tekur yfir
hugann. Allt í einu er gripið í mig og mér kippt upp á bakkann. Ég steinligg
og reyni að ná andanum, ég finn léttan verk þar sem mamma beit mig. Þegar
ég hef jafnað mig nóg byrja ég að velta mér í snjónum sem þurrkar feldinn
minn eins og handklæði. Eftir þessa lífsreynslu get ég ekki hugsað mér að fara
aftur í sjóinn, en ég á engra kosta völ ef ég ætla mér að lifa af.
Eftir nokkrar vikur er meginhluti hafíssins bráðnaður og ég get synt án
nokkurra erfiðleika. Sund er í eðli ísbjarna, það krefst bara æfinga. Á þessum
tíma árs er erfitt að finna fæðu. Það er erfitt að veiða seli og við neyðumst til
að borða fugla, egg, plöntur og stundum gæsir. Sumarið líður í svengd og
haustið kemur með von um betri tíma.
Dag einn finnum við stórfenglega máltíð. Við erum röltandi meðfram
ströndinni þegar við sjáum strandaðan hval. Hann lítur út fyrir að vera
ný legur og það eru nokkrir fuglar að narta í hann. Bróðir minn hleypur að