Húnavaka - 01.01.2018, Page 129
H Ú N A V A K A 127
réttarinnar. Einn til fjórir bæir eru um
dilk og eru málmspjöld með bæjar-
heitum við hlið þeirra. Dilkarnir eru
alls 25, auk trektar og almennings, sem
er áttkantaður. Talið er að réttin rúmi
10 þús. fjár. Fullgerð mun hún hafa
kostað 340 þús. krónur. Einar Evensen
á Blönduósi sá um verkið og teiknaði
réttina. Þorsteinn Sigurðsson bóndi
í Enni var verkstjóri og stjórnaði af
dugnaði og árvekni.
Á Núpi á Laxárdal var byggt íbúð-
arhús, einnig hlaða, en þangað flutti til
fósturforeldra, Jökull Sigtryggsson,
með konu og þrjú börn.
Á Njálsstöðum voru byggð fjárhús
yfir 200 fjár og hlaða við þau, einnig
verkfærageymsla. Á Vindhæli var
byggt fjós fyrir 22 kýr, ásamt hlöðu.
Jarðtætari og þrjár dráttarvélar voru
keyptar inn í hreppinn á árinu en
Búnaðarfélagið keypti diskaherfi. Þess
má geta, að jarðrækt var með mesta
móti í hreppnum þetta ár. Var Vind-
hælishreppur meðal sex hæstu sveitarfélaga á land-
inu í þeim málum. Þá var aflagður hinn mikli
vallargarður úr torfi á Höskuldsstöðum, auk þess var
þar og á Árbakka sléttað fyrir gamlar traðir og gjörðir
bílvegir frá þjóðvegi heim í hlað.
Þann 14. nóv. andaðist Benedikt Einarsson á
Balaskarði, fæddur 14. júlí 1868 í Engihlíð. Hann ólst
upp í Holti í Svínadal. Bjó lengst af á Eldjárnsstöð-
um. Kona hans var Ásta María Björnsdóttir sem and-
aðist 1925. Hin síðari ár dvaldi Benedikt á Balaskarði
hjá Signýju dóttur sinni og Ingvari Pálssyni manni
hennar. Benedikt var búþegn góður, óhlutdeilinn um
annarra hagi, en vinfastur. Hann var ráðdeildarmaður og vinnugefinn.
Þann 24. des. andaðist Antoníus Guðmundur Pétursson, fæddur 6. jan.
1890 í Bólstaðarhlíð. Antoníus kvæntist 1924 Petreu Jónsdóttur frá Laufási í
Víðidal, er lifir mann sinn ásamt tveimur börnum, Zophusi bónda í Skrapa-
tungu og Helgu sem búsett er suð ur í Garði.
Antoníus bjó í 16 ár í Mýrar koti á Laxárdal en 1944 keypti hann Skrapa-
tungu og bjó þar síðan.
Hann bætti þá jörð mikið með ræktun og byggingum. Antoníus var laginn
maður, söng elskur og barnelskur. Í framkomu var hann sérstakt prúð menni.
Skrapatungurétt.
Jökull Sigtryggsson og fjölskylda.
Benedikt Einarsson.