Húnavaka - 01.01.2018, Síða 136
H Ú N A V A K A 134
Lömb voru fá sett á vetur og ær skornar allmargar og reyndust vel, þar vel
gengu undan, en sauðir í lakara lagi.
Aflaleysi norðanlands, því ísinn lá við land til júlí, en sunnan- og vestanlands
varð meðalafli og fiskur auðfenginn. Kauphöndlun versnaði nú aftur. Þó
skipsvon væri í Höfða, fluttu allir vörur suður. Nú var matvara 32 rd. tunna,
ull og tólkur á 4 mörk, en norðanlands tunnan á 40 rd, bankabyggsskeppa 7
rd. Ríkisbankinn hvarf nú úr landi, og krónugjaldið fór að dragast út úr
landinu.5 Í Höfða kom lausakaupmaður með við um sláttinn með þriðjungs
meira verði en á Akureyri, og gekk eigi út. Allt skemmt og dýrt rúg geymdist
nú í Höfða, og á Akureyri entist matvara vel.
Hreppsþyngsli voru nú almennt mikil. Spurði amtmaður alla hreppsstjóra
ráða að létta þeim á, en enginn kvað upp með það eina ráð, er dygði. Að
lokum kom skipun að gefa ei meira en 240 fiska með ómaga, og meðgjafarlétti
skyldi skipta, svo meðgjöf væri aðeins 60-120-180 fiskar, en ey þar á milli, og
var þetta meir til óþægðar en léttis.
Slysfarir miklar urðu á þessu ári. Séra Jón6 á Kúlu drukknaði við árósinn í
Svínavatni eftir vatnsganginn 1. febr., áður nefnt. Eyjólfur Einarsson,7 ungur
og efnilegur maður frá Þverárdal, fórst í snjóflóði utan við Hlíð af eggjum ofan
á grundir 13. maí. - Valgerður8 kona Jónasar, nýgift, á Búrfelli, varð úti í
Þorláksmessuhríðinni,9 og víðar varð fólk úti. Skúli Thorlacius og drengur á
Yxnadalsheiði og 2 konur hjá Múlanum í Vesturhópi10 og ein frá
Steinnýjarstöðum. Dóttir séra Eiríks11 í Djúpadal (síðar á Staðarbakka) dó af
reisu yfir fjallið til Hjaltadals. 23. september fórust 13 menn, flestir úr
Kræklingahlíð, í Grímseyjarför að sækja fisk, og 24. des. 6 menn úr Hofsós.
Fólksfjölgun varð góð. Fæddust 1317, en dóu 918. Heilbrigði var almenn.
Þó dóu 10 prestar, og var það mest síðan 1785.12
5 Lítið eitt kom af við í Höfða. Fór það besta til Þingeyrakirkju.
6 Jónsson. Hann drukknaði 4. febr.
7 sonur Einars Jónssonar frá Skeggsstöðum og Valgerðar, systur Klemens í Höfnum.
8 Ingjaldsdóttir Þorlákssonar frá Seylu Skúlasonar. Hún giftist Jónasi Jónassyni sterka 9. okt.
1817, en varð úti 4. des. Jónas kvæntist aftur 1819 Sæunni (d. 1842) Gísladóttur. Jónas bjó
síðar á Gafli.
9 Þetta er ekki rétt sjá næstu neðanmálsgrein á undan
10 Önnur, Málmfríður Brandsdóttir, varð úti 20. jan. 1817 „í stórkafaldshríð“. Hún var
„ekkja uppflosnuð í niðursetu á Múla“.
11 Bjarnasonar. Þessi dóttir hans hét Sigríður.
12 Mikil óánægja almennings yfir verðbreytingum, og margir töldu allt móti fiskatali eða þá
spesíum. Skipað var að virða allt til silfurverðs, spesíu á 2 rd. Þá kom kapitulstaxtinn mikið
illa fyrir almenning sem óbærileg álaga. – Eftir strangri amtsskipun tvö undanfarin ár
byggðu margir kálgarð án þess að hafa not af þeim til að fría sig vítum og líklega útlátum,
og mæling þeirra var líka eftir því, sem hverjum sýndist.