Húnavaka - 01.01.2018, Page 140
H Ú N A V A K A 138
síðar nefndur gersemi, leit dagsins ljós 1861. Hann varð skjótt föðurlaus, lenti
á sveitinni og ekkjan móðir hans aftur í vinnukonustéttina.
Friðgeir í Hvammi orti bændarímu um 1870 og yrkir svo um Guðmund,
föður fyrrnefnds Erlendar:
Eyðir kvíða örlátur,
er sá lýðum geðfelldur
meiðir skíða menntaður,
Mörk nú prýðir Guðmundur.
Illugi söðlasmiður á Botnastöðum, faðir Jónasar fræðaþuls, fékk þessa:
Metið glaða góðmenne
greiðahraður þjóð veitte
böl er það að brestur fé
Botnastaða Illuge.
Á kirkjustaðnum og prestsetrinu í Blöndudalshólum bjó sr. Hjörleifur
Einarsson, forfaðir Kvaranættar og síðar fyrsti kennari við Kvennaskólann en
þá var prestur fluttur að Undirfelli:
Hjörleif, prestinn Hólum frá,
heyrði eg bestan lofstír fá,
helgra lestur syngur sá,
sama flestir um það tjá.
Friðgeir byrjar bændarímu sína með mansöng að hætti kollega sinna í stétt
rímnaskálda, lætur sér nægja fjórar vísur áður en hann kemur að fyrsta
bóndanum í sveitinni, Klemensi í Hlíð, afa Klemensar, þess sem afgreiddi
póstinn og sinnti bréfhirðingu í kjallaraherbergi sínu í Húnaveri. Sjötugir
Hlíðhreppingar muna póstferðir hans á gráa klárnum fara fram Svartárdal á
miðvikudegi en koma síðan út Blöndudalinn á fimmtudegi. Svo var Klemens
rómaður fyrir Kvekaratrú sína.
Friðgeir í Hvammi yrkir mansöng og hefur bændarímu:
Enginn vogar yrkja ljóð,
aldrei boga spennir þjóð
en glópaflog með heimskuhnjóð
heyrast og því brestur móð.
Víki þögn og þunglyndi,
það er brögnum leiðindi.
Hlýðum sögn úr sveit vorri,
sumra fögnum búsnilli.
Ærumaður ár og síð,
engum skaða vekur stríð,
kann að hraða kirkjusmíð
Klemens -staðar Bóls- í -hlíð.