Húnavaka - 01.01.2018, Page 141
H Ú N A V A K A 139
Fyrirsögn þessa þáttar er tekin úr vísu Ingibjargar í Fljótstungu. Ingibjörg
flutti á efri árum til Selfoss þar sem sonur hennar, Hjörtur hljóðfæraleikari og
tónlistarkennari bjó. Vísan er yljuð hlýju frá Skálholtsnámskeiðum Hauks. Yfir
hlýju hefur Árni Jónsson, ættfaðirinn á Mörk, líka búið, kannski stundum átt
fátt til bús og Friðgeir sonur hans yrkir af hlýju um sveitunga sína í Hlíðar-
hreppi. Hann lætur og dóttur sína heita eftir Ketilríði stjúpu sinni en hún átti
hina þekktu bræður, vísnasmiðinn og búhöldinn Guðmund á Illugastöðum og
Natan, sem lífi týndi á þeim sama bæ.
Ofanskráðar vísur og upplýsingar um höfunda þeirra má finna á Húnaflóa -- Kvæða- og
vísnasafn. Best að finna vefinn með með klausunni: bragi.info
Höfundar vísna:
Glúmur Gylfason Selfossi, f. 1944.
Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu 1930-2014.
Ingi Heiðmar Jónsson, f. 1947.
Valtýr Guðmundsson, prófessor Kaupmannahöfn 1860-1928.
Guðmundur Einarsson, sýsluskrifari 1823-1865.
Halldór Snæhólm, Sneis 1886-1964,
Guðríður B. Helgadóttir, f. 1921.
Friðgeir Árnason, Hvammi á Laxárdal 1828-1872.
Ritnefnd Húnavöku á fyrsta fundi vetrarins.
F.v.: Þórhalla Guðbjartsdóttir, Páll Ingþór Kristinsson, Unnar Agnarsson,
Ingibergur Guðmundsson ritstjóri, Magnús B. Jónsson, Jóhann Guðmundsson
og Jóhanna Halldórsdóttir. Ljósm.: Signý Ósk Richter.