Húnavaka


Húnavaka - 01.01.2018, Side 152

Húnavaka - 01.01.2018, Side 152
H Ú N A V A K A 150 þó nokkur snjór fremst í göngin. Við fórum út í dyrnar til að pissa áður en við förum að sofa og vorum því einmitt í dyrunum þegar dynur yfir þessi ógurlegi hávaði, það er skotið tólf eða fjórtán skotum. Ég heyri alveg hvar þetta er, hér norður og fram og ekki langt frá. Við vissum reyndar ekkert um ferð Þórs en ég vissi að það var enskur togari búinn að vera lengi hérna í Flóanum alltaf að trolla og ég þóttist vita að þetta væri hann og eiginlega hálfhlakkaði yfir því að hann hefði nú farið heldur grunnt. Ég talaði um það við Ara að ég þyrfti að fara út með sjó ef einhverju hefði skolað í land en Ari sagði að það væri háflóð eins og stæði og þá vissi ég að sjórinn mundi ganga alls staðar alveg hér upp í bakka og betra að bíða til morguns. Það var náttúrulega stórhríð en ég bjóst ekki við að sofa mikið þessa nóttina. En hvað með það. Svo morguninn eftir, þegar ég kom á fætur, þá var orðið hríðarlaust. Ég byrja á að moka upp bæjardyrnar eins og vant var og fer svo út í hesthús og er með lukt með mér. Ég sé togarann þarna og mér finnst það eiginlega ekki ná nokkurri átt að það geti hafa verið hann sem var að skjóta en hann var út undir Eyjarey. Svo þegar ég er búinn að gefa hestunum þá dettur mér í hug að ég skuli hlaupa hér út á melinn fyrir utan tún og þegar ég kem út á melinn blasir þarna við mér skip mjög mikið upplýst og þá rétt á eftir dynja tvö skot ennþá. Ég veifa luktinni með ljósinu til að láta þá vita að vitað væri um strandið. En svo þegar ég kom svolítið sunnar sá ég að þar var rekinn belgur. Ég þóttist vita að það væri kannski nafn á belgnum svo ég rauk ofan í fjöru og þar stóð Þór á belgnum. Þá vissi ég að þetta var varðskipið Þór. Ég fór heim og þá var Ari kominn á fætur og var að leggja af stað. Ég bað hann í öllum bænum að láta vita um þetta strand og að ég hefði fundið belg með Þórs nafni. Svo fóru að koma menn innan af Blönduósi í hópum. En það stóð þannig á því að þeir á Þór náðu suður og gátu látið vita um strandið. Þá átti að hringja til Blönduóss en símstöðin var í húsi sem ekki var búið í og þar vissi enginn um strandið. Þeir voru mest alla nóttina að reyna að hringja á Blönduós að láta vita en þar vissi enginn um strandið fyrr en komið var á stöðina morguninn eftir. Nokkru seinna komu þarna tveir bátar frá Skagaströnd, opnir róðrarbátar og komst annar þeirra upp að skipinu og tók fimm eða sex menn í einu. Ég óskaði oft að ég væri kominn fram í bátinn til þeirra því ég þekkti skerin þarna en ekki þeir. Svo um kvöldið vorum við fengnir fjórir til að vaka yfir strandinu en það var náttúrulega ekkert að gera og við vorum inni og spiluðum alla nóttina. Ég veit nú eiginlega ekki hvað við áttum að gera og ég held við höfum ekkert fengið fyrir þetta. Skipið var þarna í mörg ár. Það var bjargað talsverðu úr því, mest var það Brynjólfur á Ytri-Ey sem bjargaði úr því og þó nokkuð var selt á uppboði hérna á Blönduósi. Það var óskaplega góður viður í dekkinu, til dæmis viður sem heitir pikkspine. Þetta var kvistalaust og mjög góðir plankar. Hér í íbúð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.