Húnavaka - 01.01.2018, Side 162
H Ú N A V A K A 160
Mannalát árið 2016
Kolbrún Ingjaldsdóttir,
Blönduósi
Fædd 31. ágúst 1938 – Dáin 9. október 2016
Kolbrún var fædd á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Ingjaldur Pétursson,
vél stjóri, f. 1901, d. 1961 og Brynhildur Björnsdóttir, saumakona, f. 1911,
d. 2002.
Systkini Kolbrúnar eru: Garðar Pétur, f. 1931, d. 2006, Pálrún Hrönn,
f. 1947 og Brynhildur Bára, f. 1951.
Þegar Kolbrún var fimm ára fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar
og gekk þar í Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akur eyrar. Hún var
líka í skátahreyfingunni og spilaði mikið á gítar. Árið 1955 fór hún að vinna
um sumarið í Króksfjarðarnesi á símstöð en um
haustið fluttist hún til Blönduóss og fór að vinna
á Hótel Blönduósi.
Þar kynntist Kolbrún eftirlifandi manni sínum,
Kára Snorrasyni, f. 1935. Foreldrar hans voru
Þóra Sigurgeirsdóttir, f. 1913, d. 1999 og Snorri
Arnfinnsson hótelstjóri, f. 1900, d. 1970.
Börn Kolbrúnar og Kára eru fimm: Snorri,
f. 1957, hann eignaðist þrjú börn. Brynhildur,
f. 1958, hún eignaðist fjögur börn. Helga, f. 1959,
hún eignaðist þrjú börn. Ingjaldur, f. 1961, börn
hans eru þrjú. Kári, f. 1967, kvæntur Evu Hrund
Pétursdóttur og eignuðust þau fimm börn.
Haustið 1956 hófu þau búskap á Blönduósi og
ráku þar hænsnabú. Árið 1959 fluttu þau í húsið sitt sem þau byggðu að
Húnabraut 11. Sama ár hófu þau rekstur á eigin fyrirtæki, Efnalauginni
Blöndu, sem var fatahreinsun og þvottahús og ráku það í 25 ár. Veturinn 1964
fór Kári á sjóinn til Grindavíkur en Kolbrún vann hjá fiskverkuninni Sævík
sem ráðskona og höfðu þau börnin með sér sem þá voru orðin fjögur.
Árið 1969 stofnuðu þau fyrirtækið Hafrúnu á Blönduósi sem sérhæfði sig í