Húnavaka - 01.01.2018, Page 163
H Ú N A V A K A 161
vinnslu á hörpudiski. Fimm árum seinna stofnuðu þau, ásamt öðrum,
Útgerðarfélagið Særúnu sem sá um rækjuvinnslu og útgerð og árið 1986
stofnuðu þau, ásamt öðrum, Útgerðarfélagið Nökkva, sem festi kaup á
rækjutogara og var hann í rekstri til ársins 2002. Kolbrún vann ávallt við
fyrirtækin ásamt heimilisstörfum.
Árið 1979 keyptu þau hjón sér sumarbústað sem var settur niður í
Marðarnúpslandi í Vatnsdal. Var þar mikill sælureitur. Höfðu þau hjón gaman
af að taka þar á móti gestum og voru ávallt kræsingar á borðum sem Kolbrún
reiddi fram á stuttum tíma.
Kolbrún hafði gaman af að ferðast og fóru þau hjón víða um heiminn. Þeg-
ar heim var komið hafði hún unun af því að sýna myndir og segja ferðasöguna.
Árið 2007 fluttu Kolbrún og Kári til Reykjavíkur en öll sumur voru þau í
sumarbústaðnum í Vatnsdal.
Kolbrún lést á Landspítalanum, útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju 24.
október og jarðsett var í Kópavogskirkjugarði.
Brynhildur Káradóttir.
Mannalát 2017
Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir,
Fossum í Svartárdal
Fædd 19. desember 1925 – Dáin 21. janúar 2017
Jóna Sigþrúður fæddist á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Foreldrar hennar voru
Stefán Jónsson frá Heyskálum í Hjaltastaðahreppi, bóndi á Ekru og Sigurborg
Sigurðardóttir, húsfreyja frá Litla-Steinsvaði í Tunguhreppi.
Jóna var önnur í röð fimm systkina. Þau eru í aldursröð: Aðalheiður Ástdís
(1920-2006). Sigrún (1921-1987). Gerður Ingibjörg (1927-2007) og Gunnsteinn
(1930-1986).
Jóna ólst upp á Ekru og gekk í Alþýðuskólann á Eiðum. Hún fór 24 ára til
Reykjavíkur til að létta undir með Ástdísi systur sinni og vann samhliða því við
kjötvinnslu í Kjötbúðinni Borg.
Árið 1958 fór Jóna sem kaupakona að Húki í Vesturárdal. Árið eftir, í kulda
og vorhreti 19. júní, réði hún sig sem ráðskonu að Fossum. Bjuggu þar bræð-
ur nir Sigurður, Guðmundur Sigurbjörn og Sigurjón ásamt föður þeirra, Guð-
mundi Guðmundssyni, en Guðrún Þorvaldsdóttir, eiginkona hans og móðir
drengjanna, lést um aldur fram.
Þann 8. apríl 1960 gengu Jóna og Guðmundur Sigurbjörn (1930-2010) í