Húnavaka - 01.01.2018, Qupperneq 164
H Ú N A V A K A 162
hjónaband. Þeirra börn eru: Stefán Sigurbjörn, f. 1961, kvæntur Unu Aldísi
Sigurðardóttur. Þau eiga þrjá syni. Guðrún, f. 1962, gift Magnúsi Guðjónssyni.
Þau eiga þrjú börn. Guðmundur, f. 1966, kvæntur
Helgu Þorbjörgu Hjálmarsdóttur. Þau eiga fjögur
börn. Yngsti sonurinn er Borgþór Ingi, f. 1972.
Jóna ólst upp á mörkum tímanna, þekkti verk-
lag fólksins eins og það hafði verið um aldir en
gekk til móts við nýja tíma á Fossum sem varð
félagsbú. Hún var hugrökk, dugnaðarforkur og
sterk kona, staðföst og trygglynd með ríka rétt-
lætiskennd. Hún var bóndi af lífi og sál, elsk að
skepnum, einstaklega fjárglögg og hafði gaman af
að velta fyrir sér fjárbókunum. Best naut hún sín
á fjárréttardögum í Stafnsrétt. Hún var kona fjalla
og náttúru. Landið, gróðurinn og skepnurnar
gáfu henni kraft og gleði.
Hún var ræktarsöm við fólkið sitt, ættingja og
vini og höfðingi heim að sækja. Hún kunni þá list að vera ein með sjálfri sér,
var í eðli sínu hlédræg en naut sín vel í samræðum, gamansöm með gott
skopskyn. Hún hafði ákveðnar skoð anir á þjóðmálum, var fróð um menn og
málefni og lét sig varða jafnrétti og félagshyggju.
Jóna var lestrarhestur, hafði gott vald á íslensku, orti kvæði, skrifaði hug-
renningar og smásögur. Í upphafi var skrifað á gamla eldhúsbekkinn, því hægt
var að stroka út textana og rita nýja. Síðar fór hún að skrifa í stílabækur en lítt
hefur rithöfundurinn flíkað ritverkum sínum.
Þau hjón áttu saman 50 góð ár, þar sem gagnkvæm virðing og samheldni
réð ríkjum þótt ólík væru. Eftir að eiginmaðurinn lést bjó hún áfram á Fossum
og með aðstoð Guðmundar, sonar síns, gat hún sinnt kindunum.
Eftir að Jóna brá búi flutti hún í Hnitbjörg. Hún hafði alla tíð góða sjón,
sér lega flink í höndunum og gat auðveldlega talið hin smæstu mynstur út. Hún
stundaði hugarleikfimi með því að ráða krossgátur, Sudoku og púsla. Hún var
alla tíð heilsuhraust og hélt andlegri reisn, þreif og eldaði sjálf þar til hún
kvaddi þessa jarðvist.
Jóna Sigþrúður lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Hún var
jarðsungin frá Bergsstaðakirkju 4. febrúar. Jarðsett var í Bergsstaðakirkjugarði.
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.
Kristófer Björgvin Kristjánsson,
Köldukinn
Fæddur 23. janúar 1929 – Dáinn 27. febrúar 2017
Kristófer var fæddur í Köldukinn. Foreldrar hans voru Kristján Kristófersson
(1890-1973) og Guðrún Sigríður Espólín Jónsdóttir (1890-1988) sem voru þar