Húnavaka - 01.01.2018, Page 165
H Ú N A V A K A 163
bændur en Guðrún sinnti einnig kennslu. Systkin hans voru Bergþóra (1918-
2011) og Jón Espólín (1923-2014). Kristófer sleit barnsskónum í Köldukinn í
Torfalækjarhreppi í skjóli foreldra. Hann bjó þar reyndar mest alla ævi,
kenndur við fæðingarstað sinn og ætíð kallaður Kiddi í Köldukinn.
Skólaganga hans var hefðbundin eins og tíðkaðist í sveitinni á þessum
árum, farskóli í þrjá mánuði að vetri. Kristófer fór síðan í Bændaskólann á
Hólum skólaveturna 1947-1949 og útskrifaðist sem búfræðingur. Hann hóf
síðan búskap á hálfri jörð foreldra sinni 1952 og nefndi lögbýlið Köldukinn II.
Þann 20. ágúst 1954 gengu Kristófer og Bryn hildur Guðmundsdóttir
(1933-1988) frá Nípukoti í Víðidal í hjónaband.
Börn þeirra eru: Kristján, f. 1955, kvæntur
Margréti Hallbjörnsdóttur, f. 1958 og eiga þau
þrjú börn. Hrefna, f. 1957, eiginmaður hennar er
Jakob Svavarsson, f. 1952 og eiga þau tvær dætur.
Guðrún, f. 1962, gift Páli Ingþóri Kristinssyni,
f. 1957 og eiga þau þrjá syni.
Kiddi og Brynhildur, ávallt kölluð Dúlla, voru
einstaklega góð heim að sækja, glaðsinna og til-
eink uðu sér jákvæðni og lífsgleði. Þau unnu sam-
an að búi sínu og byggðu jörðina. Hvert sem litið
var í Köldukinn II bar allt yfirbragð natni og
snyrti mennsku.
Brynhildur lést 19. nóvember 1988 eftir snörp
veikindi og varð missirinn Kristófer erfiður enda höfðu þau verið samrýndir
lífsförunautar. Kristófer kynntist seinna Kristínu Bjarnadóttur frá Blönduósi.
Áttu þau saman tæp tvö ár en hún féll snögglega frá 1996.
Eftir fráfall Kristínar rifjuðust upp gömul kynni Kristófers og Ólafíu Ás -
bjarnardóttur sem ávallt var kölluð Lollý. Fljótlega varð Kaldakinn II ann að
heimili hennar. Milli búverka í sveitinni dvöldu þau á heimili Lollýar í Gerð-
hömrum eða í sumarbústað fjölskyldunnar í Brekkukoti við Flúðir. Hún féll frá
2009 eftir erfið veikindi. Kristófer bjó svo á Blönduósi frá sumrinu 2014 en
heilsu hans fór þá hrakandi og síðustu árin naut hann umönnunar á Heil-
brigðisstofnuninni.
Kristófer var félagslyndur og naut þess að vera innan um annað fólk. Hann
vildi hvarvetna vera samfélagi sínu til framdráttar og framfara. Hann átti sæti
í mörgum nefndum og ráðum, bæði sem tengdust búskap og félagsmálum.
Hann var lengi formaður USAH og sat einnig í ritnefnd Húnavökuritsins um
árabil. Hann var einnig réttarstjóri í Auðkúlurétt í mörg ár og stjórnaði af
festu og glettni ásamt Reyni Hallgrímssyni bónda á Kringlu.
Kristófer var bókelskur og vel lesinn og naut þess sérstaklega að annast sölu
jólabókanna í kaupfélaginu sem hann gerði í mörg ár. Hann var einn af
stofnendum steypustöðvarinnar á Blönduósi og lagði sitt að mörkum við
byggingu kirkjunnar á Blönduósi.
Tónlist var alla tíð mjög ríkur þáttur í lífi Kidda. Í rúm 50 ár ýmist stjórnaði
hann kórum eða söng í þeim og lék stundum undir á harmonikku. Hann hafði