Húnavaka - 01.01.2018, Page 166
H Ú N A V A K A 164
sterka og góða söngrödd og var tónelskur og tónviss. Í tónlistinni sem öðru var
hann óspar á að leiðbeina og gefa af sér.
Kristófer var gefandi og glaðsinna maður en staðfastur og lét ekki hlut sinn
ef hann hafði sannfæringu fyrir einhverju. En hann hlustaði á samferðamenn
sína og naut þess að létta undir hvar sem því var við komið.
Kristófer lést á HSN á Blönduósi og var úför hans gerð frá Blönduósskirkju
4. mars. Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði
Sr. Baldur Rafn Sigurðsson.
Ragna Ingibjörg Rögnvaldsdóttir,
Blönduósi
Fædd 30. desember 1933 - Dáin 6. mars 2017
Ragna Ingibjörg var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur
Sumarliðason (1913-1985) og Helga Sigríður Valdimarsdóttir (1913-1993),
bæði Blönduósingar. Systkini Rögnu eru Sigríður Valdís (1936-2011), Ævar
(1938-2009), Hjördís Bára Þorvaldsdóttir hálf-
systir, f. 1941 og Lýður, f. 1946.
Ragna bjó alla sína ævi á Blönduósi og hún ólst
upp á Völlum fyrir innan á. Hún flutti síðan að
Sólvangi með manni sínum árið 1952 og þar átti
hún heima síðan.
Eiginmaður hennar var Eyþór Jósef Guð-
munds son (1896-1956). Ragna og Eyþór eignuð-
ust þrjá syni sem eru: Guðmundur, f. 1951, hann
á sex börn. Ragnar, f. 1952, kona hans er
Gróa Herdís Ingvarsdóttir og börnin eru þrjú
en Ragnar á líka son frá fyrra sambandi. Eyþór
Stanley, f. 1955, maki hans var Aðalheiður Lilja
Svanbergsdóttir (1957-2006) og eignuðust þau
fjögur börn. Seinni kona Eyþórs Stanley er Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir.
Ragna hóf búskap með Ólafi Gunnari Sigurjónssyni (1920-2014) og synir
þeirra eru tveir: Elvar, f. 1960, maki hans er Jóna Margrét Hreinsdóttir og
börnin eru sex. Þorsteinn Ragnar, f. 1971, maki er Þórunn Sigurðardóttir og
börn þeirra tvö en einnig á Þorsteinn tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Á Sólvangi vann Ragna af dugnaði við sinn búskap með kindur og hesta og
sem húsmóðir. Þar kom hún öllum sonum sínum til manns.
Í desember 2014 fór heilsu Rögnu að hraka og þá varð hún að yfirgefa
heimili sitt sem var henni kært. Síðustu árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Blönduósi og þar andaðist hún. Útför hennar var gerð frá
Blönduósskirkju 18. mars. Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.