Húnavaka - 01.01.2018, Qupperneq 172
H Ú N A V A K A 170
Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggsson,
Skagaströnd
Fæddur 22. september 1935 – Dáinn 16. júlí 2017
Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggsson fæddist á Tanganum á Ísafirði. Foreldrar hans
voru Hjálmfríður S. Guðmundsdóttir (1914-2006) húsmóðir og Sigtryggur
Jörundsson (1909-2004) sjómaður með meiru. Þau eignuðust tólf börn. Ellefu
þeirra komust á legg og var Guðjón Gísli Ebbi, eða Ebbi, eins og hann var
alltaf kallaður, þeirra elstur. Hann var látinn
heita í höfuðið á föðurbræðrum sínum, þeim
Guð jóni, Gísla og Ebeneser, sem allir höfðu farist
á hafi úti nokkru áður en hann fæddist. Hjálmfríði
móður hans dreymdi í þrígang þrjá sjóblauta
menn sem stóðu við vöggu barnsins. Hún spurði
ráða hjá tengdamóður sinni sem réði drauminn
þannig að þetta væru bræðurnir að vitja nafns.
Ebbi ólst upp á Ísafirði ásamt systkinum sínum.
Næstur honum í aldri var Guðmundur Annas
(1937-1961), þá Alda Erla, f. 1939, Jörundur
(1942-2005), Anna, f. 1944, Tryggvi Marías,
f. 1946, Hólmfríður, f. 1947, Árni, f. 1949,
þá andvana fæddur drengur 1951, Jón Björn, f.
1954, Hreiðar, f. 1956 og Katrín, f. 1959.
Ebbi hóf sinn sjómannsferil 14 ára gamall á línuveiðum á trillu með móð-
ur bróður sínum. Sextán ára gamall var hann kominn á síldarbáta. Síðan lá
leiðin á trollbáta en trollveiðar eru sá veiðiskapur sem fylgdi Ebba lengstum
starfsævi hans sem nánast öll var á sjónum.
Eiginkona Ebba var Halldóra Þorláksdóttir (1936-2017) eða Doddý, eins og
hún er alltaf kölluð. Hún var einnig frá Ísafirði, árinu yngri en Ebbi. Þau Ebbi
og Doddý gengu í heilagt hjónaband árið 1957. Börn þeirra eru: Gylfi, f.
1955, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn. Guðjón, f.
1957, eiginkona hans er Guðrún Soffía Pétursdóttir og börn þeirra eru fjögur.
Hjálmfríður, f. 1962, gift Sævari Berg Ólafssyni og eiga þau tvo syni. Bryndís,
f. 1965, eiginmaður hennar er Gunnar Þór Gunnarsson og eiga þau tvær
dætur. Anna Dröfn, f. 1975, hún á tvær dætur.
Að loknu námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík starfaði Ebbi sem stýri-
maður á bátum frá Ísafirði í nokkur ár og vakti þegar athygli fyrir dugnað og
fiskisæld. Árið 1970 tók hann við skipstjórn á togbátnum Arnari frá Skaga-
strönd og flutti ásamt fjölskyldu sinni þangað.
Ebbi stóð í brúnni á skipum Skagstrendings h/f í 25 ár, fyrst á togbátum
sem báru nafnið Arnar og Örvar og svo togurunum sem báru sömu nöfn.
Hann var einn af aflasælustu skipstjórum landsins og í forystu þeirra bestu
allan þann tíma sem hann stýrði og stjórnaði skipum Skagstrendings.