Húnavaka - 01.01.2018, Page 173
H Ú N A V A K A 171
Árið 1995 var togarinn Arnar HU 1 seldur til Grænlands og lauk þar með
farsælum sjómannsferli Ebba. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Eftir að þau
hjónin fluttu suður störfuðu þau saman í Breiðholtsskóla í nokkur ár.
Ebbi var einstakur eiginmaður og faðir. Hann gaf börnum sínum mikinn
gaum, naut þess að tala við þau, setja sig inn í þeirra hugarheim og fræða þau.
Hann var hreinn og beinn, orðheldinn og ábyrgðarfullur en kátur og hress á
góðum stundum og kunni að taka hressilega til orða þegar það átti við. Hann
var afar stoltur af afkomendum sínum og naut sín vel í samvistum við barna-
börnin.
Síðustu árin bjuggu þau Ebbi og Doddý í Kópavogi en fengu inni á Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík skömmu áður en Ebbi lést. Útför
hans fór fram frá Lindakirkju í Kópavogi og jarðsett var í Lindakirkjugarði.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
Ingibjörg Margrét Ólafsdóttir,
Örlygsstöðum II, Skagabyggð
Fædd 11. maí 1939 – Dáin 21. júlí 2017
Ingibjörg Margrét fæddist á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Ólafur Bessi
Gísla son verkamaður (1904-1979) og Sigurbjörg Þorleifsdóttir, húsfreyja og
verka kona (1913-1993). Hún var elst fimm systkina. Þau eru í aldursröð:
Erlingur Birgir (1941-1962). Anna Sigrún (1943-1972). Auður Svandís, f. 1946
og Erla Björk, f. 1954.
Inga ólst upp á Siglufirði til unglingsára en þá lá leiðin til Reykjavíkur þar
sem hún vann við afgreiðslustörf. Hún, ásamt
fleiri stúlkum á hennar aldri, héldu á vit nýrra
ævintýra og réðu sig til vinnu á hótelinu Skeikamp-
en í Guðbrandsdal í Noregi. Þar vann hún um
tíma, allt þar til mæðgur búsettar í Osló komu
sem hótelgestir. Dóttirin var bundin við hjólastól
og sinnti Inga henni af umhyggju og nærgætni.
Heilluðust mæðgurnar af þessarri traustu stúlku
og buðu henni starf á heimili sínu. Átti það eftir
að hafa áhrif á líf Ingu. Stúlkurnar tvær ferðuðust
víða, meðal annars til suðlægra landa.
Fleiri ævintýri upplifði Inga í Noregi. Rafn
Georg Sigurbjörnsson, f. 1940, hafði farið þangað
til að kynnast landi móður sinnar og heimsækja
ættingja en foreldrar hans voru Sigurbjörn
Björnsson, bóndi frá Örlygsstöðum og Gurid Sandsmark, húsfreyja frá Roga-
landsfylki í Vestur-Noregi.
Þannig hagaði til að eiginkona frænda Rafns klæðskerasaumaði föt á mæðg-
urnar sem Inga vann hjá og þannig lágu leiðir þeirra Rafns saman.