Húnavaka - 01.01.2018, Síða 178
H Ú N A V A K A 176
Enn eitt áhugamálið hans var ljósmyndun. Hann hafði auga listamannsins
og var næmur fyrir góðu myndefni, hvort sem hann var að mynda ískristalla á
laufi eða norðurljósin, smáfugl á grein eða Strandafjöllin.
Hann var vinfastur maður og eindreginn í framgöngu sinni. Öruggur var
hann á lífsskoðun sinni og lausnamiðaður. Allt hafði hann í röð og reglu,
skipulagður, glöggur og gegn.
Áhugamaður var hann um velferð samfélags síns og vildi „...láta það sjá
margan hamingjudag“.
Sigurður Kr. lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, útför hans
fór fram frá Blönduósskirkju 2. september og jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Einar Kristmundsson,
Grænuhlíð
Fæddur 28. ágúst 1947 – Dáinn 3. september 2017
Einar var fæddur á Blönduósi. Foreldrar hans voru Kristmundur Stefánsson
(1911-1987) frá Smyrlabergi og Helga Einarsdóttir (1915-2001) frá Selhaga í
Stafholtstungum. Kristmundur og Helga hófu búskap í Grænuhlíð árið 1948
og bjuggu þar til ársins 1978.
Systur Einars eru fjórar: Guðrún, f. 1948,
Anna, f. 1949, Helga, f. 1953 og Bergdís, f. 1958.
Fyrir átti Helga einn son, Pálma Gíslason (1938-
2001).
Einar ólst upp í Grænuhlíð við leik og störf
eins og gerist í sveit. Skólagangan var hinn hefð-
bundni farskóli þess tíma og síðan einn vetur í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Haustið 1964 hóf hann
nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifað-
ist þaðan sem búfræðingur vorið 1966. Hann
minntist gjarnan tímans á Hvanneyri með ánægju
og gleði og fannst það jafnvel hafa verið ein bestu
ár ævi sinnar.
Sem ungur maður vann Einar mest við smíðar
og málningarvinnu á Blönduósi, einnig vann hann í trefjaplastverksmiðju sem
þar var starfrækt. Hann var laginn í höndunum, eins og hann átti kyn til og
nýttist það vel við störf af ýmsu tagi.
Árið 1978 tók Einar við búi í Grænuhlíð en það sumar kom Dagný Ósk
Guðmundsdóttir, f. 1957, frá Eyri í Flókadal í Borgarfirði, sem vinnukona í
Grænuhlíð. Þangað kom Dagný með ársgamla dóttur sína, Guðleifu Hall-
grímsdóttur, f. 1977, maki hennar er Garðar Garðarsson, þau eignuðust þrjú
börn en eitt þeirra er látið. Einar og Dagný eignuðust saman fjögur börn:
Ásmundur Óskar, f. 1981, hann á eitt barn. Helgi Svanur, f. 1983, kona hans