Húnavaka - 01.01.2018, Síða 179
H Ú N A V A K A 177
er Gígja Hrund Símonardóttir og eiga þau fjögur börn. Kristmundur Stefán,
f. 1987, maki Íris Dröfn Árnadóttir og eiga þau tvö börn. Þórdís Eva, f. 2001.
Áhugamál Einars voru hestar og hrossarækt. Hann var laginn hestamaður
og kom upp ágætum hrossum. Hann átti létt með að semja hnyttnar og vel
gerðar vísur. Hann var tryggur þeim sem hann tók og vinur vina sinna.
Einar varð bráðkvaddur heima í Grænuhlíð. Útför hans var gerð frá
Þingeyraklausturskirkju 18. september og hlaut hann grafarstað í kirkju-
garðinum þar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þóra Sigurðardóttir,
Hvammi, Svartárdal
Fædd 18. júlí 1925 – Dáin 1. október 2017
Þóra var fædd og uppalin að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Benediktsson. Þau eignuðust ellefu börn
en átta komust á legg; Soffía (1917-1968), Guðmundur (1922-1996), Guðrún
Sigríður (1924-1975), Sigurður (1926-1984), Aðalsteinn (1929-2005), Björn
(1930-1988) og Sigurbjörg (1931-2004).
Á Leifsstöðum átti Þóra sína æsku við leik og
störf. Hún sagði þó sjálf í minningum að hún
hefði ekki verið kraftmikil í æsku og hefði því oft
verið innivið með mömmu sinni við bakstur og
eldamennsku sem síðar nýttist henni til góðs sem
húsmóður. En ýmislegt var til gagns og gamans
gert, eins og að hjóla til Varmahlíðar til að læra
sund svo eitthvað sé nefnt.
Barnaskólanámið hóf hún tíu ára gömul en
skólinn var starfræktur til skiptis á bæjum í sveit-
inni í nokkra mánuði yfir veturinn. Síðar var hún
í vinnumennsku um tíma á Akureyri og á Æsu-
stöðum í Langadal hjá sr. Gunnari Árnasyni. Þá
vann hún við saumaskap í Varmahlíð. Einn vetur
var hún í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1948-1949.
Þóra giftist Þorleifi Skagfjörð Jóhannessyni (1913-1988) þann 17. ágúst
1951. Þorleifur var ættaður frá Skagaströnd en alinn upp á Barkarstöðum í
Svartárdal hjá þeim Engilráð Sigurðardóttur, syni hennar, Sigurði Þorkelssyni
og Halldóru Bjarnadóttur, konu Sigurðar. Þóra og Þorleifur höfðu því þekkst
nánast frá barnæsku.
Þau hófu sinn búskap að Hvammi í Svartárdal árið 1951 en jörðina hafði
Þorleifur keypt nokkru eftir 1940. Jörðin Hvammur hafði verið í eyði um
árabil, þannig að nóg var að gera við að byggja upp húsakost og rækta jörðina.
Börnin fæddust eitt af öðru, alls fimm. Elst er Guðbjörg, f. 1952, sambýlismaður