Húnavaka - 01.01.2018, Side 183
H Ú N A V A K A 181
Jónas Skaftason,
Skagaströnd
Fæddur 26. febrúar 1941 – Dáinn 17. nóvember 2017
Jónas fæddist í baðstofunni á Fjalli í Skagabyggð. Foreldrar hans voru Skafti
Fanndal Jónasson (1915-2006) og Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (1918-2003).
Hann var næstelstur sjö systkina: Hjalti, f. 1940, Vilhjálmur Kristinn, f. 1942,
Anna Eygló, f. 1944, Þorvaldur Hreinn, f. 1949 og tveir andvana fæddir
drengir. Dótturdóttir hjónanna, Valdís Fanndal Valdemarsdóttir, f. 1963, ólst
einnig upp hjá þeim.
Á fyrsta aldursári hans fluttu foreldrarnir með tvo elstu synina til Skaga-
strandar, byggðu sér hús úr gömlum vegavinnuskúr sem nefnt var Dagsbrún
en síðar fluttu þau á Fellsbraut 5.
Jónas eignaðist sjö börn með þremur konum. Þau eru: Indíana Fanndal,
f. 1960, hún á tvö börn og dóttur sem er látin.
Elín Íris Fanndal, f. 1963, gift Daða Þór Einarssyni.
Börn hennar eru þrjú. Skafti Fanndal, f. 1964,
kvæntur Shari Blasingame Fanndal. Hann á þrjú
börn. Sigurður Jóhann, f. 1973, í sambúð með
Völu Heiðu Guðbjartsdóttur. Þau eiga fjögur
börn. Magnús, var ættleiddur. Róbert Vignir,
f. 1977, kvæntur Heiðrúnu Ósk Níelsdóttur. Þau
eiga þrjú börn. Jónas Ingi, f. 1983, kvæntur Elísa-
betu Björt Eyjólfsdóttur. Börn þeirra eru þrjú.
Jónas varð einstæður faðir þriggja elstu barn-
anna 25 ára gamall. Yngsta barnið var á fyrsta ári
en það elsta fjögurra ára. Hann ól upp börnin
ásamt ráðskonum sem hann réði og með aðstoð
ættingja sinna en á þessum árum var Jónas tíðum að heiman vegna vinnu.
Hann fór á vertíðir til Grindavíkur og stundaði sjómennsku frá Skagaströnd.
Jónas var jákvæður, lífsglaður maður sem gerði ávallt sitt besta, þótt að -
stæður væru erfiðar. Hann var ævintýramaður, fór sínar eigin leiðir í lífinu og
það skipti hann litlu hvað öðrum fannst um þær leiðir. Hann sá um fjár-
flutninga úr réttum á bæi á haustin og var í vegavinnu á vörubílunum sínum.
Hann fór í siglingar, bjó í Sandgerði, síðan Þorlákshöfn en snéri aftur til Skaga-
strandar.
Árið 1982 flutti Jónas á Blönduós og opnaði gistiheimili í gamla póst- og
símahúsinu. Hann keyrði útlendinga í langferðir um hálendið til margra ára á
trukknum Fanndal og rútunni Sólu. Honum leið vel úti í náttúrunni, baðaði
sig í vötnum, ám og laugum. Hann hafði unun af að fara í heiðina sína og á
sjó að veiða.
Árið 2009 opnaði Jónas og rak kaffihúsið Ljón norðursins á Blönduósi en