Húnavaka - 01.01.2018, Page 203
201
m.a. frá því að á árunum 2006-2016 hafi kvenfélögin í landinu veitt að lág-
marki 440 milljónir króna í beina styrki til samfélagsins. Fulltrúar KÍ færðu
fundarkonum gjafir, m.a. buff merkt KÍ og einnig færði Guðrún SAHK
kærleiksengil að gjöf. Forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins, Elín S. Sig-
urðardóttir, skýrði frá tilurð og
starfsemi safnsins. Fulltrúi
orlofs nefndar, Þórdís Hjálm-
ars dóttir, sagði frá vel heppn-
aðri orlofsferð 80 húsmæðra í
A-Hún. sem farin var til Siglu-
fjarðar í byrjun apríl. Þar áður
var farið í orlofsferð árið
2010. Aðalfundur sam þykkti
að veita rekstrarstyrk til Heim-
ilis iðnaðarsafnsins en SAHK
er einn af stofnaðilum safns-
ins.
Stjórn SAHK skipa: Þóra
Sverrisdóttir, formaður, Guð-
rún Sigurjónsdóttir, Sigríður
Eddý Jóhannesdóttir, Guð björg Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og
Linda Björk Ævarsdóttir. Fulltrúar SAHK í stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins til
ársins 2018 eru Elín S. Sigurðardóttir og Björg Bjarnadóttir. Orlofsnefnd
húsmæðra í A-Hún. skipa Linda Björk Ævarsdóttir, Sesselja Sturludóttir og
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Formannafundur SAHK var haldinn 22. nóvember í sal Samstöðu. Á for-
mannafundinum var ákveðið að veita styrk til Hollvinasamtaka Heil-
brigðisstofnunarinnar vegna aðstandendaherbergis. Einnig var ákveðið að
styrkja lýðheilsuverkefni Hjartaverndar.
Ritari stjórnar sótti formannaráðsfundi KÍ, sá fyrri var haldinn 24.-25.
mars og sá seinni á kvennafrídaginn, 24. október.
Þóra Sverrisdóttir formaður.
KVENFÉLAGIÐ VONIN.
Árið 2017 var merkisár hjá Voninni en félagið varð
90 ára þann 19. mars. Hald ið var upp á það á Hótel
Laugarbakka þar sem snæddur var hátíðarkvöld-
verður, rifjaðir upp áfangar úr sögu félagsins og
ýmislegt gert sér til gamans.
Þann 8. janúar stóð Vonin fyrir árlegri þrettánda-
gleði á Heilbrigðisstofnun inni á Blönduósi. Á árinu
gerðist félagið aðili að Hollvinasamtökum Heil-
brigðis stofnunarinnar. Á degi kvenfélagskonunnar,
Aðalfundarfulltrúar SAHK ásamt Guðrúnu
Þórðardóttur form. KÍ, og Hildi Helgu Gísladóttur
frkvstj. KÍ.
Ingibjörg Eysteinsdóttir 90
ára heiðursfélagi. Ljósm.: ÞS